"Seljandi þessa verks er Landsbankinn"
Mjög sérstakt mál þar sem verkið var eign
gamla Landsbankans. Getur einhver gefið mér nánari upplýsingar þvi þessi eign átti að vera þjóðareig? Við hrun bankanna komst verkið aftur í eigu ríkisins en verkið var selt
gamla Landsbankanum á sýningu í Norræna Húsinu árið 1996 á 200.000 fyrir 26
árum og er verkið merkt að aftan. 26 árum síðar setur nýji Landsbankinn verkið
á uppboð hjá Gallerí Fold sem segir það ómerkt þrátt fyrir að vera merkt að
aftan. Gallerí Fold metur verkið 26 árum síðar á 140.000 til 180.000 og selur á
uppboði innan við 100.000. Nýi Landsbankinn fær líkast til um 60.000 í sinn hlut fyrir að niðurlægja listamanninn!
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR_listmálari er fædd í Reykjavík, starfar að myndlist á Íslandi og Frakklandi og er starfsferillinn rúm 50 ár. Menntuð við Myndlista og Handíðaskóla Íslands, diploma í frjálsri myndlist og síðar diploma í grafískri hönnun, mastersnám við Central Saint Martins Collage of Art í London og diploma frá Kennaraháskólanum. Haldið yfir 50 einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Getið í ritinu Íslensk listasaga, fimm binda verk og spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Einn af stofnendum Hagsmunafélags Myndlistarmanna sem var undanfari Sambands Íslenskra Myndlistarmanna ásamt stofnun SÍM. Verk í eigu helstu listasafna landsins. Hefur hlotið ferðastyrki og starfslaun listamanna. Meðlimur í FÍM, Íslensk Grafík, SÍM, Nýlistasafninu.
On January 21, 2022, 5:00 PM GMT margret_jons@hotmail.com wrote:
Góðan dag.Þið eruð með verk eftir mig á uppboði, getið þið gefið mér upplýsingar hvaðan það kemur?KveðjaMargrétVerk nr.38 - Margrét Jónsdóttir (1953)Still life - Olía - 1995-1996. Ómerkt. 80 x 200 cmFlokkur: Málverk
Sent: Tuesday, January 25, 2022 11:29 AM
Sæl
Takk fyrir póstinn og afsakaðu seint svar.
Seljandi þessa verks er Landsbankinn.
Kveðja
Sólveig
Sæl Sólveig.
"Seljandi þessa verks er Landsbankinn"
Mjög sérstakt mál þar sem verkið var eign gamla Landsbankans.
Getur þú gefið mér nánari upplýsingar þvi þessi eign átti að vera þjóðareig.
Verkið var selt Landsbankanum á sýningu í Norræna Húsinu árið 1996
á 200.000 fyrir 26 árum og er verkið merkt að aftan.Kveðja
Margret