Tuesday, September 29, 2015

IN MEMORIAM í Iðnó menningarhús 24 september til 22 október 2015

Margrét Jónsdóttir listmálari facebook:
https://www.facebook.com/margretjons.is?ref=hl
Margrét Jónsdóttir  facebook:
https://www.facebook.com/Margr%C3%A9t-J%C3%B3nsd%C3%B3ttir-listm%C3%A1lari-288764417867954/?ref=hl
Sýningaröðin ARGINTÆTUR Í MYNDLIST 
...hér er sýningarstjórinn G.ERLA - Guðrún Erla Geirsdóttir fyrir framan eitt verkið.
 Opnun á sýningunni IN MEMORIAM í Iðnó menningarhús og Gallerí Gesti.
Verkin eru úr myndaröðinni IN MEMORIAM. Þau byggja á hugleiðingum um list og listframleiðslu á tímum firringar, þar sem markaðshyggja er allsráðandi. Er ég dvaldi við Cité Internationale Des Arts í París komst ég að því hverjar formæður mínar í kvenlegg voru. Vel er við hæfi að geta þeirra nú; Mettu Hansdóttir í Vík og Gunnhildar yngri "kóngamóður" sem sögð var hinn mesti svarkur. Metta braut hefðir og venjur enda menntuð og úr öðru menningarsamfélagi. Þar var listakona á ferð. Hún söng og kenndi m.a. dans sem var bannað á þessum tíma. Metta var síðasti ábúandinn á landnámsjörð Ingólfs Arnarsonar. Þessar uppgötvanir opnuðu gáttir sem leiddu til þess að ég öðlast skilning á mörgu í lífi mínu og fór að vinna frönsku veggfóðursverkin út frá tilfinningum sem vöknuðu, ásamt ádeilu. Í mínum huga getur listamaður aldrei farið út í framleiðslu, það er eitthvað miklu dýpra sem verið er að fást við og því er ekki hægt að leggja listina og hönnun að jöfnu.
Einu sinni var kerling svarkur mikill og orðhákur, sem gekk undir  aukanafninu Argintæta. Átti hú fáa vini, þar sem hún bar milli fólks sögur venjulega hálflognar og kom sér úr húsi, hvað eftir annað, og lauk því þannig, að enginn vildi neitt með hana hafa að gera, og bjó hún ein síðustu ár sín. Hafðist hún við í kofa á túni bróður síns, en ekki mátti hún stíga fæti í bæinn, svo höfðu illyrði hennar um séð. Eina mannveran, sem skipti sér af kerlingunni, var umkomulaus stúlka, sem var gustukabarn bróður hennar. Kom hún oft til gömlu konunnar og lét styggðaryrði hennar hvergi á sig fá. Loks kom þar að Argintætu þótti vænt um stúlkuna. Sagði hún henni sögur og bað fyrir henni og sagðist vita að hún yrði gæfukona. Þegar Argintæta dó fannst bréf í kistli hennar, þar sem hún arfleiddi stúlkuna að eigum sínum, sem voru nokkrar, því hún hafði ævinlega lifað spart og dregið saman það er hún mátti. 

Var arfur þessi nægur til að kosta stúlkuna í skóla og hlaut hún síðan gott gjaforð og lifði við mannhylli. Sýningin er í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Sýningarstjóri G.ERLA - Guðrún Erla 
 
  Opnun á sýningunni IN MEMORIAM í Iðnó menningarhús og Gallerí Gesti. Hér sýningin SHIT! - upplifun af því að vera myndlistarmaður og kona á Íslandi í Gallerí Gesti. Verkið er ikon og unnið í Kjarvalsstofu í París rétt eftir HRUN eða RÁN 2008.
Gallerí Gestur
SHIT!  - upplifun af því að vera
myndlistarmaður og kona á Íslandi
24 september – 22 október
Margrét Jónsdóttir fædd í Reykjavík 1953
 Myndröðin SHIT! hefur verið í vinnslu frá 1998 og lýsir upplifun minni af veruleikanum á Íslandi. 
Hvernig það er að vera myndlistarmaður og kona. 
Á tímabili hélt ég að upplifanir mínar væru geggjun en með hruninu kom viðbjóðurinn upp á yfirborðið og ætlar engan enda að taka. Að sjálfsögðu er um tvíræða merkingu að ræða. Myndröðin hófst með ljósmyndatökum sumarið 1998 þegar ég dvaldi í Kjarvalssofu í París og ljósmyndaði hundaskít og ástarjátningar útskornar í tré meðfram Signu í þrjá mánuði. Ég fæ sjaldan tíma til að einbeita mér að myndlistinni fyrir brauðstritinu en það er ansi þröngur stakkurinn sem er sniðinn að listamönnum á landinu okkar og eru eldri einhleypar konur verst settar. Langur ferill, stöðugt sýningarhald og góðar umfjallanir hafa ekkert að segja og ber þessi sýning þess merki því megnið af verkunum er ólokið og innpakkað og lýsir vel lífsstarfi mínu. Hluti úr myndröðinni hefur verið sýndur á sýningunni Ferðafurða í Listasafni Reykjavíkur árið 2003 Kjarvalsstöðum og opnum vinnustofum og sýningum á Korpúlfsstöðum, Listasafni ASÍ 2001, Landakotsspítala 2009 og á sýningunni Nordisk Akvarell 2010 í Norræna Húsinu
The series SHIT has been in progress from 1998, and describes my experience of living in Iceland as a woman and as a female artist. I always thought my experience was a mere reflection of my own insanity, but when the prolonged corruption and filth surfaced with the economic collapse in 2008, I realized I was not insane, and sadly it seems that the filth is sticking around. Of course this has an ambiguous meaning. The series initiated as an idea at the residency Atelier Kjarval at Cité Internationale des Arts in Paris 1998. I was there for 3 months and did research by photographing dog shit and love confessions carved on trees along the banks of The Seigne.
It is a great struggle to live as an artist in Iceland, you must have other professions alongside, so there’s not much time for creative work. Older, single, female artist are worse off. Long career, continuous exhibitions and good critique do not matter. This exhibition shows signs of struggling circumstances, since most of the pieces are wrapped up as they are unfinished works of art …I think this reflects my life as an artist….
Síður á Facebook:
https://www.facebook.com/margretjons.is?ref=hl