Jón Benediktsson myndhöggvari, faðir minn 1916 - 2003
Guðmundur Benediktsson myndhöggvari, föðurbróðir minn 1920 - 2000
Einkasýning Jóns Benediktssonar myndhöggvara í Ásmundarsal árið 1957
Heimili foreldra minna árið 1957. "Íslenzk húsgögn í nútímastíl. Bræðurnir Jón og Guðmundur Benediktssynir á Laufásvegi 18 vinna jöfnum höndum að myndlist og húsgagnasmíði og hvorttveggja ber svip hins nýja tíma"
— ”Þegar eg var búinn með Iðnskólann, langaði mig til að sigla og læra arkitektúr, og það stóð til að eg fengi styrk til þess, en svo hljóp allt í baklás og ekkert varð úr neinu. Þetta voru óskapleg vonbrigði. Eg varð að hætta við siglinguna og öll áform.”
Það sem Jón er að talar um þarna er að hann var búinn að fá skólavist og styrk fyrir náminu en það var kreppa og faðir hans rúmliggjandi vegna bakverkja og því gat heimilið ekki misst fyrirvinnu af heimilinu ...svo var nú það.