Jón Benediktsson myndhöggvari, faðir minn 1916 - 2003
Guðmundur Benediktssinmyndhöggvari, föðurbróðir minn 1920 - 2000
rnir gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar. Til að spara gjaldeyri greip Stefanía (ríkisstjórnin) til þess ráðs að skammta ýmsar innfluttar nauðsynjavörur undir forystu sérstaks skömmtunarstjóra. Eins og fyrr segir voru matvæli, föt og byggingarvörur skammtaðar á þessum haftaárum. Við þennan lista má bæta skófatnaði, kaffi, bensíni og hreinlætisvörum. Skömmtunarkerfið leiddi af sér hamstur, svartmarkaðsbrask, bakdyraverslun og önnur vandræði sem lyktuðu af spillingu. Vöruskammtanir voru víðtækar og naumar. Langar biðraðir fyrir utan verslanir voru algeng sjón og fólk stóð jafnvel næturlangt í von um að krækja sér í skópar."
— ”Þegar eg var búinn með Iðnskólann, langaði mig til að sigla og læra arkitektúr, og það stóð til að eg fengi styrk til þess, en svo hljóp allt í baklás og ekkert varð úr neinu. Þetta voru óskapleg vonbrigði. Eg varð að hætta við siglinguna og öll áform.”
Það sem Jón er að talar um þarna er að hann var búinn að fá skólavist og styrk fyrir náminu en það var kreppa og faðir hans rúmliggjandi vegna bakverkja og því gat heimilið ekki misst fyrirvinnu af heimilinu ...svo var nú það.