Monday, May 30, 2022

ÓBÆRILEGUR LÉTTLEIKI TILVERUNNAR!

Sýningar á árinu 2022 eru eftirfarandi:

Linkur að myndum frá sýningunum:

https://issuu.com/margret_jonsdottir/docs/s_ningar_2022xx.pptx

Einkasýning Grafíksalurinn frá 15 september til 2 október. Ekki komið nafn á þá sýningu.

Einkasýningin ÓBÆRILEGUR LÉTTLEIKI TILVERUNNAR í Gallerí Gróttu Eiðistorgi. Sýningin var sumarsýning Gallerí Gróttu frá 10 júní til 19 ágúst.

Samsýningin Landes'Art 2022 í Notre Dame des Landes, Loire Atlantique, Frakklandi https://www.facebook.com/artistepeintre.jonsdottir/posts/pfbid02ubLuiUe7x5fcirYvwgckoHViNeSrv3gCTNGpJbzYa2NDjgFWRGZB64YGJJQTboSTl

Norræn vefsýning, Nordic watercolor site, the history of Nordic watercolor, contemporary artists and open exhibition. Sjá:watercolornordic.com

ÓBÆRILEGUR LÉTTLEIKI TILVERUNNAR
í Gallerí Gróttu.
Opið virka daga 10-18:30 og föstudaga 10-17.
Sýningin stendur til 19. ágúst 2022.


Ég er sífellt að túlka það sem ég skynja í umhverfinu, þjóðfélagsstöðu minni og samfélaginu. Verkin sem ég sýni núna eru unnin í Frakklandi en ég lokaðist þar inni, ein og yfirgefin, vegna slyss og fötlunar sem var afleiðing þess, ásamt vírusógninni sem lokaði landinu og kom í veg fyrir allar ferðir.

Frumsköpun, duldir kraftar, gerningarhríð, draugar, árar, vírusar og önnur kynlaus náttúrufyrirbæri gerðu mér lífið leitt en ég fann svo vel fyrir þessum öflum á þessum skrítna tíma í einangrun og volæði. Ef til vill var ég segull á þessi náttúrufyrirbæri sem umbreyttust við fæðingu verka minna. Ég upplifði sterkt að dýrategundin maður væri aðeins eitt lítið fyrirbæri í náttúrinni, önnur léku lausum hala, yfirtækju og skriðu um allt manngert og ofvöxturinn fær að vera óskertur. Hugmyndirnar sem ásóttu mig voru sambærilegar hugmyndum við gerð eldri mynda og því er innsetning með gömlum verkum með á sýningunni. Verkum sem  munaði litlu að færu forgörðum..

Tíminn og náttúran umbreytir, skemmir og eyðir sífellt myndum og gerir að lokum ævistarf okkar flestra að engu. Við hverfum síðan í tómið og ummyndumst í eitthvað allt annað eins og hugmyndirnar eða hin lifandi list sem er auðvitað bara lífið sjálft.

MARGRÉT er fædd í Reykjavík og starfar við myndlist á Íslandi og Frakklandi og er starfsferillinn rúm 50 ár. Menntuð við Myndlista og Handíðaskóla Íslands, diploma í frjálsri myndlist og síðar diploma í grafískri hönnun, mastersnám við Central Saint Martins College of Art í London og diploma frá Kennaraháskólanum. Hefur haldið yfir 50 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Hún er einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Getið í ritinu Íslensk listasaga, fimm binda verk og spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Einn af stofnendum Hagsmunafélags Myndlistarmanna sem var undanfari Sambands Íslenskra Myndlistarmanna ásamt stofnun SÍM. Verk hennar eru í eigu helstu listasafna landsins. Hefur hlotið ferðastyrki og starfslaun listamanna. Félagi í FÍM, Íslensk Grafík, SÍM, Nýlistasafninu.

Verkin eru afrakstur verkefnisstyrkja sem Margrét hlaut vegna COVID-19 árið 2020. Menningarsjóður Reykjavíkur og Myndlistarsjóður styrktu verkefnið. Styrkurinn varð til þess að Margrét hóf myndröð sem nefndist COVID-19 í vinnuferli. Orka verkefnisins varð til þess að hún taldi sig lenda í einhverskonar árás neikvæðra afla, gernigarhríða, því allt sem gat kollvarpast á þessu tímabili fór á hinn versta veg. Verkefnið er í stöðugri þróun og eitt leiðir af öðru og í dag kallast vinnuferlið Óbærilegur léttleiki tilverunnar sem er upplifun Margrétar á gerningarhríðum drauga, ára, vírusa og annarra kynlausra náttúrufyrirbæra. Á instagram er hægt að sjá brot af vinnuferlinu merktu COVID-19