Margrét hefur unnið í
flesta miðla myndlistarinnar enda með langa og víða menntun á mörgum sviðum
ásamt margra áratuga reynslu. Margrét hefur starfað að myndlist í rúm 40 ár og
er menntuð við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, diplomu í frjálsri myndlist
og síðar diplomu í hönnun, mastersnám við Central Saint Martins Collage of Art
í London og diplomu frá Kennaraháskólanum. Hún hefur haldið á
fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og
erlendis. Stundað kennslu við grunnskóla og Myndlistarskóla Kópavogs, unnið við
grafíska hönnun og rekið auglýsingastofu, einnig gert upp nokkur hundruð ára
hús í Frakklandi.
Rekið nokkur gallerí og
var m.a. einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í
þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Hún tók einnig þátt í stofnun Hagsmunafélags
myndlistarmanna sem var undanfari Sambands íslenskra myndlistarmanna ásamt
stofnun SÍM. Aðalsteinn Ingólfsson
listfræðingur segir m.a. um verk Margrétar: „Óhætt er að segja að viðhorf
Margrétar Jónsdóttur til myndlistar hafi sjaldan rúmast innan ráðandi
sjónarmiða í hérlendu myndlistarumhverfi til þess er henni einfaldlega of mikið
niðri fyrir. Með tjáningu þessara viðhorfa hefur hún iðulega staðið berskjölduð
og fullkomlega tillitslaus og jafnframt fullkomlega heiðarleg - gagnvart
sjálfri sér og áhorfendum.“
Verkin voru unnin í Kjarvalsstofu, Cité Internationale des Art 2008-2009. Ég var þarna rétt eftir hrun og var það með því hræðilegasta sem ég hef upplifað því evran var vel yfir 200 krónum og ekki hægt að nota VISA. Ég var vön að kaupa það efni sem ég þurfti án þess að hugsa um kostnaðinn en að kaupa 500gr. af litardufti á 70 þús ísl. var eitthvað sem efnahagurinn bauð ekki uppá.
Hér er texti sem Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur skrifaði fyrir sýningu mína IN MEMORIAM í Listasafni Reykjanesbæjar árið 2004:
Óhætt er að segja að viðhorf Margrétar Jónsdóttur til myndlistar hafi sjaldan rúmast innan ráðandi sjónarmiða í hérlendu myndlistarumhverfi til þess er henni einfaldlega of mikið niðri fyrir. Með tjáningu þessara viðhorfa hefur hún iðulega staðið berskjölduð og fullkomlega tillitslaus og jafnframt fullkomlega heiðarleg-gagnvart sjálfri sér og áhorfendum. Pappírsverkin sem hún sýnir hér éru einkennandi fyrir óvenjulegan þankagang Margrétar, svo uppfull sem þau eru með tilvistarlega og menningarpólitískar ígrundanir, bæði augljósar og duldar.
Í fyrstunni koma þessi verk okkur fyrir sjónir sem framlengingar á veggfóðri, þar sem ýmiss konar staðlað mynstur kallast á. Þetta eru verk án sýnilegs upphafs, miðbiks og endis, mettuð ehitum litum sen studnum eru svo stríðir að verkjar í augun. Þess á milli eru vinnviðir þeirra svo daufir og hlutlausir að úlínur fjarar út og mynstrið leysist upp í frumeiningar sínar. Hér eigum við raunar kollgátuna; mynstrin í þessum myndum eru gerð eftir froönskum veggfóðurstenslum. Með notkun þeirra vill Margrét minna á skilin milli alvarlegarar frumsköpunar, myndlistarinnar sem leiðir til dýpra skilings á manninum og veröldinni, og andlausrar myndframleiðslunnar sem stjórnast af markaðslögmálum hverju sinni. Um leið og hún byggir verk sín á myndframleiðslu-stöðluðum mynstrum veggfóðursins-grefur hún undan þessari framleiðslu með því að rekja mynstrin aftur til uppruna síns í árdaga, til trjágreina, laufa og skrautblíma í náttúrunni, þar sem þau eru undirorpin eyðingu, öðru nafni tímanum.
Hér er texti sem Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur skrifaði fyrir sýningu mína IN MEMORIAM í Listasafni Reykjanesbæjar árið 2004:
Óhætt er að segja að viðhorf Margrétar Jónsdóttur til myndlistar hafi sjaldan rúmast innan ráðandi sjónarmiða í hérlendu myndlistarumhverfi til þess er henni einfaldlega of mikið niðri fyrir. Með tjáningu þessara viðhorfa hefur hún iðulega staðið berskjölduð og fullkomlega tillitslaus og jafnframt fullkomlega heiðarleg-gagnvart sjálfri sér og áhorfendum. Pappírsverkin sem hún sýnir hér éru einkennandi fyrir óvenjulegan þankagang Margrétar, svo uppfull sem þau eru með tilvistarlega og menningarpólitískar ígrundanir, bæði augljósar og duldar.
Í fyrstunni koma þessi verk okkur fyrir sjónir sem framlengingar á veggfóðri, þar sem ýmiss konar staðlað mynstur kallast á. Þetta eru verk án sýnilegs upphafs, miðbiks og endis, mettuð ehitum litum sen studnum eru svo stríðir að verkjar í augun. Þess á milli eru vinnviðir þeirra svo daufir og hlutlausir að úlínur fjarar út og mynstrið leysist upp í frumeiningar sínar. Hér eigum við raunar kollgátuna; mynstrin í þessum myndum eru gerð eftir froönskum veggfóðurstenslum. Með notkun þeirra vill Margrét minna á skilin milli alvarlegarar frumsköpunar, myndlistarinnar sem leiðir til dýpra skilings á manninum og veröldinni, og andlausrar myndframleiðslunnar sem stjórnast af markaðslögmálum hverju sinni. Um leið og hún byggir verk sín á myndframleiðslu-stöðluðum mynstrum veggfóðursins-grefur hún undan þessari framleiðslu með því að rekja mynstrin aftur til uppruna síns í árdaga, til trjágreina, laufa og skrautblíma í náttúrunni, þar sem þau eru undirorpin eyðingu, öðru nafni tímanum.