Suðurgata 7

Verk unnið 1978

Suðurgötu 7 árin. Gallery Suðurgötu 7 hópurinn 1977.
"Today I was researching Gallerí Suðurgata 7 for a project I am working on. It was the most interesting gallery in Reykjavík from the late 1970s until the very early 1980s when it closed. The gallerí promoted conceptual art, Fluxus as well as painting. The gallery was very progressive and exhibited work by emerging Icelandic artists and established foreign artists such as aquarrels of Icelandic landscape by Peter Schmidt, Dick Higgins gave a performance and exhibited his art, Gabor Attalai, Robert Filliou and so on and so forth. As well as exhibiting work by Icelandic artists the aim was to promote foreign artists in Iceland and members of the group abroad and by doing so be active players in international art worlds."
Gallerí Suðurgata 7 hlaut Menningarverðlaun DV.  Ég var ein af  Gallerí Suðurgötu 7 hópnum og rak galleríið frá upphafi til enda eins og Bjarni H. Þórarinsson enda vorum við hjón.  Það er svo undarlegt að þegar sýningar hafa verið á Suðugötu 7 hópnum þá hefur mér aldrei verið boðið með en hinsvegar fullt af listamönnum sem voru aldrei í hópnum svo það er stöðugt verið að falsa söguna og því lítið mark takandi á henni.
 “ Linnulaus og sár spurn Margrétar er að sönnu ekki uppörvandi, en hún skiptir máli, öfugt við margt af því sem gert er í nafni myndlistarinnar í dag.”
Dagblaðið. 2001 “Og svo er allt búið” Aðalsteinn Ingólfsson einkasýning mín í Listastasafni ASÍ) (
 
“Margrét hefur aldrei farið auðveldustu leiðina að myndlistarlegu markmiði sínu né hefur hún gert sér sérstakt far um að koma til móts við áhorfendur sína”  …..einnig: “var einn af stofnendum Gallerí Suðurgötu 7, en eftir að það lagði upp laupana árið 1981 hefur hún  verið löggiltur einfari í myndlist sinni”  “ næstum óþægileg einlægnin sem á stundum af þeim stafa.  Listakonan getur verið svo berskjölduð í óhamingju sinni, svo opinská um hvatir sínar og væntingar, að við förum hjá okkur, næstum eins og einhver hafi sagt okkur andlátsfregn.”  “ Linnulaus og sár spurn Margrétar er að sönnu ekki uppörvandi, en hún skiptir máli, öfugt við margt af því sem gert er í nafni myndlistarinnar í dag.”
(Dagblaðið. 2001 Gagnrýni,“Og svo er allt búið” Aðalsteinn Ingólfsson.  Listastasafni ASÍ)


  works from 1977
Portrettmynd af Bjarna H. Þórarinssyni. 1977.
Árið 1977 var bannað að mála á Íslandi. Málverkið var dautt og var tákn um stöðnun. 
Bjarni H. Þórarinsson gaf mér strigann og blindrammana sem hann átti og lagði mikið 
á sig að koma þessu óséðu til mín. Hefði einhver séð til hans haldandi á þessum viðbjóði 
hefði hann verið fordæmdur að hans sögn. 
Svona var mórallinn á þessum tíma en Bjarni er einn af fyrrverandi eiginmönnum mínum.