Á sýningunni Blóðbönd sýna listamennirnir málverk unnin á pappír og
skúlptúra unna í mjúk efni. Listakonurnar eiga það sameiginlegt að vera
tengdar blóðböndum. Þær starfa í tveimur löndum, á Íslandi og í
Frakklandi, að myndlist sinni. Þær vinna báðar út frá hefðum og gömlu
handverki, kvenleika, feminisma og heimilinu.
Verk Örnu eru skúlptúrar (IDOL) unnin út frá tilfinningum, umhverfinu og menningu. Arna túlkar einnig eigin nostalgíu tengda handverkinu og íslenskum handverkshefðum í verkum sínum og þá þekkingu sem hún hefur erft frá fyrri kynslóðum. Netpóstur: arnagna@gmail.com Sími: 0033789212437
Margrét Jónsdóttir listmálari (1953) býr og starfar á Íslandi og í Frakklandi. Menntuð við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, diplóma í frjálsri myndlist og síðar diplóma í grafískri hönnun, mastersnám við Central Saint Martins College of Art í London og diplóma frá Kennaraháskólanum. Margrét hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Einn af stofnendum Hagsmunafélags myndlistarmanna sem var undanfari Sambands íslenskra myndlistarmanna ásamt stofnun SÍM. Verk eftir Margréti eru í eigu helstu listasafna landsins og hefur hún hlotið ferðastyrki og starfslaun listamanna.
Verk Margrétar eru vatnslitamyndir á pappír í yfirstærð unnar út frá frönsku veggfóðri en yfirleitt notar hún efni og áhöld sem tilheyra skreytilist og lætur síðan eyðilegginguna og rotnunina vinna á myndfletinum. Verkin eru hugleiðing um forgengileikann, græðgi og hroka, því er myndröðin blóðug að þessu sinni. Netpóstur: margret_jons@hotmail.com
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR listmálari
IN MEMORIAM
Hönnun og tækni eru orðin áberandi í listinni og yfirtaka oft frumaflið, því vinn ég með eitthvað sem hefur verið hannað í fjöldaframleiðslu eins og franska veggfóðrið.Verkin sem ég sýni núna er vatnslitur á pappírsarkir í yfirstærð en yfirleitt nota ég efni og áhöld sem tilheyra skreytilist og læt síðan eyðilegginguna og rotnunina vinna á myndfletinum með hjálp frumaflanna. Verkin eru hugleiðing um forgengileikann, græðgina, hrokann þar sem lífsstarf einstaklingsins er lítilsvirt Myndröðin er blóðug því með því að eldast og hrörna þá áttar maður sig á því að allt puðið var til einskis, lífsstarfið verður að engu í samfélagi þar sem peningar skipta öllu og amatörismi, græðgi og stuldur stjórna.
Af hverju franskt veggfóður?
Ég fór að vinna að þessari myndröð þegar ég var á árs starfslaunum og varði megnið af tímanum á vinnustofum Cité Internationale des Arts í París. Veggfóðrið ásótti mig þegar mér var sagt frá formóður minni í hreinan kvenlegg og hvað DNA er sterkt í kvenleggnum þrátt fyrir marga ættliði. Þessi uppgötvun útskýrði margt í fari mínu og því taldi ég mig geta eignað mér hlut í menningarheimi sem tengdist henni. Lífið heldur áfram, við fæðumst og hverfum, allt fjarar út, eyðist og verður að engu, alveg eins og munstrið í verkunum. Það er forgengileikinn sem ég vinn með og hver hlekkur er mikilvægur og því er sagan og líf hvers einstaklings mikilvægt sem á ekki að lítilsvirða í krafti valds og peninga.
Þetta eru tilfinningarnar sem verkin spretta upp úr, þessi mannlega óhamingja þrælsins. Myndröðin IN MEMORIAM samanstendur af þrívíðum og tvívíðum verkum og hafa verið sýnd víða á þessum rúmum 20 árum.
Af hverju franskt veggfóður?
Ég fór að vinna að þessari myndröð þegar ég var á árs starfslaunum og varði megnið af tímanum á vinnustofum Cité Internationale des Arts í París. Veggfóðrið ásótti mig þegar mér var sagt frá formóður minni í hreinan kvenlegg og hvað DNA er sterkt í kvenleggnum þrátt fyrir marga ættliði. Þessi uppgötvun útskýrði margt í fari mínu og því taldi ég mig geta eignað mér hlut í menningarheimi sem tengdist henni. Lífið heldur áfram, við fæðumst og hverfum, allt fjarar út, eyðist og verður að engu, alveg eins og munstrið í verkunum. Það er forgengileikinn sem ég vinn með og hver hlekkur er mikilvægur og því er sagan og líf hvers einstaklings mikilvægt sem á ekki að lítilsvirða í krafti valds og peninga.
Þetta eru tilfinningarnar sem verkin spretta upp úr, þessi mannlega óhamingja þrælsins. Myndröðin IN MEMORIAM samanstendur af þrívíðum og tvívíðum verkum og hafa verið sýnd víða á þessum rúmum 20 árum.
Verkin, dúkkurnar (idol), eru hlutgerðar tilfinningar, í senn líkamlegar og andlegar. Í þeim eru hlaðin útrásarviðbrögð lífsins, draumar og þrár. Andlitsleysi þeirra skapar nánd við áhorfandann, hver og einn getur gert þær að sínum, gert þær að staðgenglum eigin tilfinninga, tekið til sín orku þeirra eða gefið þeim af sér, eitt augnablik. Dúkkan getur tekið við og gefið endalaust, umbreyting tilfinninga í annað sjálf. Þær sýna ófullkomleika okkar á ytra borði því karakterinn, fegurðin, er í dúkkunni sjálfri, í henni allri. Hún varpar ljósi á mannlegar tilfinningar; ást, hatur, heilsu, veikindi, pirring, samkennd, ólgu, trega, traust, vantraust og já, sóknina í innri frið og ró. Idol er spegilmynd áhorfandans sem veitir þeim athygli.
Listakonan mismunar ekki við val á efnum við gerð verkanna. Dúkkurnar eru úr garni og öðrum efnum sem til falla, eru fundin, keypt, gamalt, nýtt, band, sokkabuxur, blúndur, sængurföt, snæri, vax og málning. Garn og snæri eru draumkennd efni, mjúk viðkomu, en á sama tíma harðneskjuleg. Meðhöndlun þeirra er líkamleg, galdrakennd snerting, sem sameinar listamanninn og efnin á undaverðan hátt. Efnin eru bútuð niður, byggð upp aftur; niðurrif og uppbygging, alger umbreyting. Idol er heklað, prjónað og saumað saman sem handverk, stanslaus íhugun og hugleiðsla.Dúkkur hafa frá örófi alda verið þáttur í menningarþróun um víða veröld. Þær eru samofnar sögu trúarbragða og lista, sem skúlptur, skraut, myndlist. Idol er óður listakonunnar til margbreytileika lífsins, hlutgerðra tilfinninga, birtingarmyndar mannlegrar tilveru.