Sunday, May 25, 2014

Grafíksalurinn/IPA Gallery 2014

Grafíksalurinn/IPA Gallery
Laugardaginn 10. Mai klukkan 17. Opnar listmálarinn 
Margrét Jónsdóttir sýningu í Grafíksalnum Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík.
Listakonan veltir fyrir sér tilgangi myndlistar í heimi sölumennsku, markaðshyggju og framleiðslu. 
Þar sem firringin er allsráðandi, lífsstarfið einskins metið og eins mann dauði er annars brauð.
Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl.14-18 og lýkur 25. maí.
Margrét er fædd í Reykjavík 1953 og stundaði nám við við Myndlista og handíðaskóla Íslands og er með diplómu í frjálsri myndlist, diplómu í grafískri hönnun, masternám við Central Saint Martins College of Art and Design í London og diplomu frá Kennaraháskóla Íslands. Hún hefur unnið í flesta miðla myndlistarinnar enda með langa og víða menntun á mörgum sviðum ásamt margra áratuga reynslu.
Margrét hefur starfað að myndlist í rúm 40 ár og haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Stundað kennslu við grunnskóla og Myndlistarskóla Kópavogs, unnið við grafíska hönnun og rekið auglýsingastofu, einnig gert upp nokkur hundruð ára hús í Frakklandi. Rekið nokkur gallerí og var m.a. einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Hún tók einnig þátt í stofnun Hagsmunafélags myndlistarmanna sem var undanfari Sambands íslenskra myndlistarmanna ásamt stofnun SÍM. 
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur segir m.a. um verk Margrétar: „Óhætt er að segja að viðhorf Margrétar Jónsdóttur til myndlistar hafi sjaldan rúmast innan ráðandi sjónarmiða í hérlendu myndlistarumhverfi til þess er henni einfaldlega of mikið niðri fyrir. Með tjáningu þessara viðhorfa hefur hún iðulega staðið berskjölduð og fullkomlega tillitslaus og jafnframt fullkomlega heiðarleg - gagnvart sjálfri sér og áhorfendum.“
 Ég sýni núna vatnslitamyndir sem ég hef verið að vinna að undanfarið og falla þær inní myndröðina IN MEMORIAM sem hefur verið mér hugleikin undanfarin ár. Sölumennskan, markaðshyggjan og framleiðslan hefur verið ofarlega í huga í nokkuð mörg ár og tíminn fyrir og eftir hrun á Íslandi. Þrátt fyrir hrunið þá er lítil breyting á græðginni því núna snýst allt um markaðshyggjuna og ætla allir að meika það og syngja hver í kapp við annan en raddir hljóðna og deyja út meðan nýjar og háværar taka við eins og er gangur lífsins nema í dag þá er lífsstarfið einskis metið og eins manns dauði er annars brauð. Held að tilgangsleysið, tómlætið og fyrringin hafi sjaldan verið meiri. Það var þessi græðgi og yfirgangsemi sem varð til þess að ég fór að flýja landið og dvelja á erlendum vinnustofum til nokkurra mánaða á hverju ári ...bara til að geta andað og meðan ég anda þá bara vesna hlutirnir eða er ég að verða gömul, götótt og slitin ..alveg komin að því að eyðast upp eins og verkin mín?
" Í gagnrýni á sýning í ASÍ 2001, sem bar titilin IN MEMORIAM, segir ,, ... hefur hún verið löggiltur einfari í myndlist sinni, næstum óþægileg einlægnin sem á stundum af þeim stafa. Listkonan getur verið svo berskjölduð í óhamingju sinni, svo opinská um hvatir sínar.” og að ,,Linnulaus og sár spurn Margrétar er ekki uppörvandi en hún skiptir máli, öfugt við margt í myndlistinni í dag.”[15] Annar gagnrýnandi segir sýninguna hennar merkilegustu um langt skeið. Hún fari inn á nýjar brautir og byggi nú alfarið á miðlinum.[16] Titilin IN MEMORIAM bera flestar sýningar hennar síðan, m.a. stór einkasýning 2004. Þar sýndi hún eggtempera myndir sem sagðar eru minna á veggfóður stundum lífrænt, rotnun, tæringu. Gagnrýnandinn (sá ein sem skrifaði um sýninguna) segir í lokin ,,Eflaust ein besta einkasýning sem Listasafn Reykjanesbæjar hefur boðið upp á síðan á vígslusýningunni 2002."http://mjons.blogspot.com/2012/12/hroll-kaldur-veruleiki.html