Sunday, August 20, 2017

Listasafni ASÍ 2001 í öllu húsinu

 IN MEMORIAM
 Listasafn ASÍ Reykjavík. Einkasýningin IN MEMOIAM. 2001
Halldór Björn Runólfsson segir: "Þessi vafi á mörkum hins sagða og ósagða gerir mikið til að styrkja trúverðugt svipmót verkanna. Margréti hefur oft legið mikið á hjarta, en aldrei sem nú. Því er óþarft að láta svona sýningu framhjá sér fara."
https://issuu.com/margret_jonsdottir/docs/24.11.2001._mogunbla__i__.Gagnrýni Halldórs Björns Runólfssonar í Morgunblaðinu

Boðskortið Margrét Jónsdóttir listmálari with her cat, Gréta
Gagnrýni Aðalsteins Ingólfssonar á einkasýningu minni í Listasafni ASÍ 2001: Margrét hefur aldrei farið auðveldustu leiðina að myndlistarlegu markmiði sínu né hefur hún gert sér sérstakt far um að koma til móts við áhorfendur sína. ..einnig: var einn af stofnendum Gallerí Suðurgötu 7, en eftir að það lagði upp laupana árið 1981 hefur hún verið löggiltur einfari í myndlist sinni, næstum óþægileg einlægnin sem á stundum af þeim stafa. Listakonan getur verið svo berskjölduð í óhamingju sinni, svo opinská um hvatir sínar og væntingar, að við förum hjá okkur, næstum eins og einhver hafi sagt okkur andlátsfregn. Linnulaus og sár spurn Margrétar er að sönnu ekki uppörvandi, en hún skiptir máli, öfugt við margt af því sem gert er í nafni myndlistarinnar í dag.