Monday, August 21, 2017

1990 Kjarvalsstaðir, Vestursalur

Kjarvalstaðir, Vestursalur 1990. Myndir í yfirstærðum sem höfðu ekki sést áður á Íslandi.
 

"Málverk Margrétar Jónsdóttur, sem nú opnar fyrstu sýningu ársins 1990 að Kjarvalsstöðum, eru ólík öllu öðru sem hér er gert í nafni málaralistarinnar. Þar að auki er sýningin borin uppi af sjaldséðum metnaði og nýtur sín vel í upphengingu."
Gagnrýni Aðalsteins Ingólfssonar

 "Einkennilegt að söfnin skuli ekki taka við sér í þessu tilviki og kannski er hér lifandi komin hin margumrædda karlremba, því að 'slíkt framtak og slík dirfska kallar á umbun og uppörvun.
Gagnrýni Braga Ásgeirssonar 
Ég og faðir minn Jón Benediktsson myndhöggvari við verkið Af moldu ertu kominn og að moldu skaltu aftur verða sem var í vinnslu á vinnustofunni á Nesinu 1988.