Monday, August 21, 2017

2010 Kjarvalsstaðir. Með viljann að vopni


Með viljann að vopni. Kjarvalsstaðir
Með viljann að vopni - Endurlit 1970 - 1980 4. september - 7. nóvember. Kjarvalsstaðir. http://www.artlyst.com/events/mea-viljann-aa-vopni-endurlit-1970-1980
Hér er hægt að horfa á fréttir um sýninguna: http://www.ruv.is/frett/kvennabarattan-i-myndlist
Víðsjá, umfjöllun um sýninguna: http://dagskra.ruv.is/ras1/4557238/2010/09/05/
"Ótrúlegur sprengikraftur, maður þekkir flest, og kannast við flesta listamennina, samt er ein og ein sem ég hef ekki tekið eftir": http://blogg.visir.is/jarl/2010/09/05/með-viljann-að-vopni-flott-syning-a-kjarvalsstoðum, Listasafn Reykjavíkur/
Áhugaverð gagnrýni um sýninguna "Með viljann að vopni" sem er á Kjarvalsstöðum sjá: http://dagskra.ruv.is/ras1/4555518/2010/09/08/  

Kvennaáratugurinn svokallaði markaði djúp spor í íslenska sögu en tímamótanna er minnst á sýningunni með verkum eftir rúmlega tuttugu íslenskar konur. Markmiðið sýningarinnar er að varpa ljósi á listsköpun kvenna á þessum áratugi með áherslu á þau fjölbreyttu efnistök sem þær notuðu til að koma áleiðis skilaboðum sínum og uppgjöri við gamla tíma.
Á sýningunni er þess minnst að 40 ár eru frá stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar og jafnlangt er síðan kona var fyrst skipuð ráðherra á Íslandi (Auður Auðuns).
Þá eru 35 ár liðin frá Kvennafrídeginum og 30 ár frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands. Einnig eru 80 ár liðin frá því að Landspítalinn tók til starfa, en konur áttu drjúgan þátt í því að hann var stofnsettur.
Síðast, en ekki síst, þá eru 100 ár liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt í bæjar- og sveitarstjórnum. Vönduð bók prýdd fjölda mynda verður gefin út samhliða sýningunni og staðið verður fyrir fjölmörgum viðburðum á sýningartímabilinu.
Sýningarstjóri er Hrafnhildur Schram, sjá: http://www.listasafnreykjavikur.is/desktopdefault.aspx/tabid-2182/3369_read-1663/date-1564/
 
Margrét Jónsdóttir, Upp, upp, mín sál og allt mitt geð ...  Eggtempera á pappír 1978
Myndröðin sem ég sýni þarna byggist á upplifun og innsæi á þeim tíma þegar ég kom heim frá mastersnámi í London en það var menningarlegt áfall að koma heim. Listmenntun hafði lítið gildi og vorum við talin illa menntuð og höfðum enga möguleika til eins né neins. Veggir alsstaðar, hroki, yfirgangur og erfitt að gera neitt nema með klíkuskap og þá oftast ættartengslum. Myndröðin er tákn um ofríki, vald og þröngsýni en á þessum tíma voru karlmenn í flestum valdastöðum, síðan þegar konum tók að fjölga í áhrifastöðum og eitthvað kom sem kallaðist “jafnrétti” þá var í raun enginn munur því sömu stjórnhættir voru notaðir, menningarheimur karla var ráðandi og er enn í dag.
Þessar myndir fóru óskaplega í taugarnar á fólki á sínum tíma og ollu miklum pirringi.