Saturday, March 23, 2019

Life is a bitch and then you die!

Vinnustofa í Frakklandi sem bíður eftir mér!
Veturinn 2018 var stór og dýr þakviðgerð hjá mér í Frakklandi á húsi sem ég keypti kortér í Hrun og átti að vera geymsla fyrir verkin mín og vinnustofa í leiðinni. Við Hrunið gat ég ekkert gert því skuldirnar margfölduðust og krónar nær verðlaus. Þegar krónan fór að lagast fór ég að safna fyrir viðgerðum og hóf námskeið í Frakklandi og náði innkoman síðastliðið sumar að greiða síðustu greiðsluna af þakviðgerðinni en ekki meira en það samt. 
Svona er staðan í dag: Fjölskylda mín, fólk á áttræðisaldri aldri bjargaði verkunum mínum frá því að lenda á Sorpu, auðvitað var margt skemmt og gler brotin en ég er ein af þessum vesalingum sem hef ekki haft efni á að leigja vinnustofu frá því að ég missti aðstöðuna sem ég hafði á Korpúlfsstöðum vorið 2009. 10 ferm pláss gerir ekkert og varla hægt að kalla vinnustofu og það var vegna kostnaðar að ég fór að skoða út fyrir landsteinana. Var nokkuð mörg ár með tímabundnar vinnustofur á Cité des Art í París en í Frakklandi fann ég betri lífsgæði og ekki alveg jafnmikla fyrirlitningu til listamanna og á Íslandi. Hrunið rústaði plönum mínum og meðan maður kraflar sig úr skuldavítinu þá líður tíminn og allt í einu er komið að seinni lotunni. Vandamálið er auðvitað ekki leyst, verkin geta ekki verið innanum hestana lengur enda heldur hesthúsið hvorki vatni né vindum og því verð ég að leigja gám undir verkin ef þetta er þá ekki allt þegar skemmt og ónýtt og fjármagna flutningi til Frakklands ....life is a bitch and then you die en það er önnur saga!