Friday, September 28, 2018

Málverk í yfirstærðum

Nýjustu verkin   smellið á linkinn hér fyrir neðan:
Verkið Móðir jörð ...tekið á vinnustofu minni á Nesinu 1988 en verkið var sýnt á stórri einkasýningu í Vestursal Kjarvalsstaða árið 1990. Með mér á myndinni er faðir minn Jón Benediktsson myndhöggvari. Síðasta sýningin á verkum í yfirstærðum var árið 1999 en þá var ég með 2 stórar einkasýningar í Listasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg og í Listasafni Kópavogs ...eftir það var ég sprungin fjárhagslega!
Já þarna er þúfan á Grandanum komin, segið svo að verkin hafi ekki haft áhrif 
Kjarvalsstaðir, Vestursalur 1990
  Móður Jörð frá 1977
  Móður Jörð frá 1977
  Móður Jörð frá 1977
Móður Jörð frá 1977
Tímaritið  Svart á hvítu 1979
 http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5386862
Líkast til frá sama tíma

Hroll kaldur veruleiki Myndlistarkonurnar Margrét Jónsdóttir og Svala Sigurleifsdóttir eftir Guðrúnu Erlu Geirsdóttur

 http://mjons.blogspot.com/2012/12/hroll-kaldur-veruleiki.html

Aðalsteinn Ingólfsson skrifar eftirfarandi um sýningu mína í Vestursal Kjarvalsstaða árið 1990: ”Málverk Margrétar Jónsdóttur, sem nú opnar fyrstu sýningu ársins 1990 að Kjarvalsstöðum, Eru ólík öllu öðru sem hér er gert í nafni málaralistarinnar. Þar að auki er sýningin borirruppi Af sjaldséðum metnaði og nýtur sín vel í upphengingu. Myndmál Margrétar, það er innviðir málverkanna, er að mestu í heimatilbúnum ýkjustíl. Þar ber mikið á uppblásnum eða mjúklegum verum, misjafnlega ummynduðum. Þessar verur geta tekið á sig yfirbragð fornra skurðgoða, eru þá vísast tákn fyrir staðnaða ímynd karlmennskunnar, þekki ég þankagang listakonunnar rétt. Annars staðar eru kynjaverur, ef til vill ættaðar úr skrímslafræðum miðalda, að minnsta kosti þykist ég sjá vindguðinn Æólus endurborinn í másandi og blásandi ásjónunum í myndum hennar. Kannski er hann líka fulltrúi fyrir belgingslega karlpunga, hvað veit ég. Loks málar Margrét hreinræktaðar teiknimyndafígúrur, áþekkar þeim sem hún hefur notað til bóklýsinga, sem mótvægi við blákalda alvöruna annars staðar í myndunum.”

Bragi Ásgeirsson endar gagnrýni á sýningu minni í Vestursal Kjarvalsstaða árið 1990 með eftirfarandi orðum: "Einkennilegt að söfnin skuli ekki taka við sér í þessu tilviki og kannski er hér lifandi komin hin margumrædda karlremba, því að 'slíkt framtak og slík dirfska kallar á umbun og uppörvun."