Verk
eftir Margréti eru í eign helstu listasafna landsins og hefur hún
hlotið ferðastyrki og starfslaun listamanna og er hennar getið í ritinu
Íslensk listasaga sem er fimm binda verk og spannar tímabilið frá síðari
hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar
Verkið Landvættir, unnið 1988 í Kjarvalsstofu, Cité Internationale des Arts í París en ég var með þeim fyrstu sem fengu vinnustofuna úthlutaða.
Sjá ListasafnReykjavíkur
Sjá ListasafnReykjavíkur
Margrét Jónsdóttir er fædd í Reykjavík 1953 og hefur unnið sem myndlistarmaður í tæp 50 ár og stundað kennslu í 28 ár bæði við framhaldsskóla, grunnskóla og Myndlistarskóla Kópavogs, unnið við grafíska hönnun og rekið auglýsingastofu. Menntuð við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, diploma í frjálsri myndlist og síðar diploma í grafískri hönnun, mastersnám við Central Saint Martins Collage of Art í London og diploma frá Kennaraháskólanum. Margrét hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Einn af stofnendum Hagsmunafélags myndlistarmanna sem var undanfari Sambands íslenskra myndlistarmanna ásamt stofnun SÍM. Verk eftir Margréti eru í eign helstu listasafna landsins og hefur hún hlotið ferðastyrki og starfslaun listamanna og er hennar getið í ritinu Íslensk listasaga sem er fimm binda verk og spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar.
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur segir m.a. um verk Margrétar:„Óhætt er að segja að viðhorf Margrétar Jónsdóttur til myndlistar hafi sjaldan rúmast innan ráðandi sjónarmiða í hérlendu myndlistarumhverfi til þess er henni einfaldlega of mikið niðri fyrir. Með tjáningu þessara viðhorfa hefur hún iðulega staðið berskjölduð og fullkomlega tillitslaus og jafnframt fullkomlega heiðarleg - gagnvart sjálfri sér og áhorfendum.“