Að mála er að hefja baráttu án þess að tryggja árangur, það er að glíma við náttúruöflin, við litarefnið, vatnið og pappírinn. Að gleyma öllu í kringum þig, líka verkjuðum líkama, að standast eigin hugsanir og stuld á hugmyndum annarra og vinna út frá eigin tilfinningu, reynslu og upplifun.
Monday, August 21, 2017
2006 NORÐIÐ BJARTA DIMMA
NORÐIÐ BJARTA DIMMA
Norðrið
bjarta/dimma. Samsýningar 2006
Þjóðmenningarhúsið var einn samstarfsaðila ráðstefnunnar
Ímyndir norðursins sem haldin er á vetrarhátíð á vegum Reykjavíkur
Akademíunnar. Þróun með myndröðina NORRÆNIR IKONAR og tilraunir með ikonamyndröð í
nútíma neysluþjóðfélagi. Kjarninn að hugmyndinni er allt frá 1976 og því
er ferlið orðið forvitnilegt. Sýndi ég brot af verkinu árið 2006 á
sýningunni Norðrið bjarta/dimma í Þjóðmenningarhúsinu sem haldin var á
vetrarhátíð á vegum ReykjavíkurAkademíunnar. Einnig hef ég sýnd myndröðina á opnum húsum og
sýningum á Korpúlfsstöðum meðan ég hafði vinnustofu þar. Vekin eiga að vera á vegg í plexi-glerkassa.
"Það var líka alveg frábærlega hressandi sýning með Margréti Jónsdóttur í
Sal Grafíkfélagsins í desember sem allt of margir létu framhjá sér fara
en má sjá betur hér:
http://mjons.blogspot.com/2012/12/shit-ikonar-og-arans-aran-asamt_9.html
" Sjá:
http://soffia-malarinn.blogspot.com/2013/01/nytt-myndlistarar-2013.html