Tuesday, August 22, 2017

1996 Leyndardómur tilverunnar Still life NorrænaHúsið innri salur

Leyndardómur tilverunnar  - Still life 
 
"Eitt af því sem ég hef verið að vinna með er lífsvatnið, lífsuppspretta, og vatnið við fæðingu og dauða. Einnig hef ég gaman af að velta fyrir mér hughrifum, hugsun og umbreytingu hugsana í form. Þú varpar frá þér hugsun og hún svífur og raðast í kringum þig eins og kyrralífsmynd, "Still life". Það sem þú hugsar lifir, eyðist ekki, heldur lifir í annarri vídd í litum og formum. "Allt, sem vér erum, er skapað af hugsunum vorum"