Sunday, December 9, 2012

Einkasýning 2012. Shit, íkonar og árans áran ...

Shit, íkonar og árans áran ...!
Íslensk Grafík 8. til 23. desember 2012.  
Skoðið eftirfarandi síður : Facebooksíða 1   Facebooksíða 2
Þessi síða horfin, skil ekki af hverju!
Margrét Jónsdóttir listmálari sýnir brot úr myndröðinni Shit og Norrænir Ikonar. Myndröðin SHIT! hefur verið í vinnslu frá 1997 og lýsir upplifun hennar af veruleikanum á Íslandi. Hvernig það er að vera myndlistarmaður og kona. 
Á tímabili hélt hún að upplifanir hennar væru geggjun en með hruninu kom viðbjóðurinn upp á yfirborðið og ætlar engan enda að taka. Að sjálfsögðu er um tvíræða merkingu að ræða. 
Það er t.d. ekkert grín að fá hávaðasama bensínstöð með vöruflutningum að næturlagi eða búllu við hliðina á heimili sínu og upplifa að það er blásið á allar kvartanir þótt verið sé að brjóta lög, reglugerðir og hávaðamörk eins og Margrét hefur upplifað í þorpinu Vogar á Vatnsleysuströnd. Heimilin í landinu hafa aldrei haft neitt að segja þegar auðvaldið er annars vegar eða hagsmunir peningavaldsins …og þegar "kona" kvartar er blásið á hana! 
Það sama á við í listum er ekki framleiðslan að ganga af listinni dauðri og markaðurinn að drepa listina? 
“Good business is the best art.” Sjá: http://blip.tv/esferapublica/the-mona-lisa-curse-6383364 
Hluti úr myndröðinni hefur verið sýndur á sýningunni Ferðafurða í Listasafni Reykjavíkur árið 2003 Kjarvalsstöðum og opnum vinnustofum og sýningum á Korpúlfsstöðum, Listasafni ASÍ, Landakotsspítala og á sýningunni Nordisk Akvarell 2010 í Norræna Húsinu. 
Þróun með myndröðina NORRÆNIR IKONAR og tilraunir með ikonamyndröð í nútíma neysluþjóðfélagi. Kjarninn að hugmyndinni er allt frá 1976 og því er ferlið orðið forvitnilegt. Sýndi Margrét brot af verkinu árið 2006 á sýningunni Norðrið bjarta / dimma í Þjóðmenningarhúsinu sem haldin var á vetrarhátíð á vegum ReykjavíkurAkademíunnar. Einnig á opnum húsum og sýningum á Korpúlfsstöðum meðan hún hafði vinnustofu þar.
Einnig var kynninga á MögguHúsi sem er vinnustofa og íbúð í franskri sveit sem leigð er út. Það undarlega við staðsetninguna er að það eru tveir aðrir listamenn búandi á svæðinu sem voru í Central St. Martins College of Art and Design á sama tíma og Margrét ....þeir sem þekkja Frakkland telja tilviljunina fáránlega og meira en lítið undarlega. Margrét hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis, stundað kennslu, grafíska hönnun, rekið gallerí m.a. einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi, rekið auglýsingastofu og gert upp nokkur hundruð ára hús í Frakklandi. Hún hefur unnið í flesta miðla myndlistarinnar enda með langa og víða menntun á mörgum sviðum ásamt margra áratuga reynslu. Margrét hefur starfað að myndlist í rúm 40 ár og er menntuð við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, diplomu í frjálsri myndlist og síðar hönnun, Central Saint Martins Collage of Art í London og Kennaraháskólann. 
Þróun með myndröðina NORRÆNIR IKONAR og tilraunir með ikonamyndröð í nútíma neysluþjóðfélagi. Kjarninn að hugmyndinni er allt frá 1976 og því er ferlið orðið forvitnilegt.  Sýndi Margrét brot af verkinu árið 2006 á sýningunni Norðrið bjarta / dimma í Þjóðmenningarhúsinu sem haldin var á vetrarhátíð á vegum ReykjavíkurAkademíunnar.  Einnig á opnum húsum og sýningum á Korpúlfsstöðum meðan hún hafði vinnustofu þar.