Tuesday, December 7, 2010

Sýningar 2009

Studio 1523 Einkasýning Cité Internationale des Arts, Paris
IN MEMORIAM Einkasýning í STARTART
IN MEMORIAM Einkasýning í Listasal Mosfellbæjar
IN MEMORIAM Einkasýning á Landkotsspítala


MARGRÉT JÓNSDÓTTIR listmálari
Myndröðin sem ég sýni hér á Landakoti, er brot úr myndröðinni 
IN MEMORIAM sem hefur verið nokkur ár í vinnslu með mismunandi tilbrigðum. Verkin eru unnin í París á árunum 1997 til 2001 og fóru nokkuð margar ferðir á milli landanna. Ég vinn út frá hugleiðingu um lífsævina og verðmætamat okkar.
Á þessum tíma þá fór ég einnig að nota persónulegt drasl náinna ættingja minna til listsköpunar þegar þeir lágu banaleguna en fjölskylda mín, myndhöggvararnir Guðmundur og Jón
Benediktssonar upplifðu að sjá mikið af starfi sínu
skemmt og lenda á öskuhaugunum enda ekki fjárfestar að
gæta hagsmuna.
Myndröðin hófst við síðustu kreppu á Íslandi þegar ég
dvaldi í Sveaborg 1991. Á þeim tíma sköpuðust miklar breytingar
í samfélaginu m.a. gömlum gildum hent vegna tækninýjunga.
Margir misstu allt sitt og voru dæmdir óreiðumenn
af þeim sem betur voru settir, engin vægð. Hugmyndin að
baki verkanna er forgengileikinn, framleiðsla, listiðnaður,
neyslumenningin og hvaða hlutverki listin hefur þegar fjárfestar
taka völdin.
Það sem ég varð vör við í góðærinu okkar á Íslandi er að
fólk fór að líta á myndlistina sem tæki til skemmtunar, farið
var að blanda saman alvarlegri myndsköpun og framleiðslu
og því vitna ég hér í orð Pablo Picassos en hann sagði:
„Ég hef aldrei litið á málaralistina sem tæki til skemmtunar
eða augnayndis. Þótt mál mitt sé aðeins form og litir, hef
ég með þeim hætti ávallt reynt að kafa til æ dýpra skilnings
á manninum og veröldinni, til þess sá sannleikur geti meðhverjum degi losað okkur eilítið úrviðjum fordómanna og
ranglætisins í heiminum.“
Þegar myndlistarmaðurinn er ofurseldur markaðnum verður
hann að iðnaðarrmanni, hann framleiðir vöru með sölu
í huga og þjónar því duttlungum annarra hvort sem það
eru kaupendur eða sjóðir og við það getur hann staðnað
í ákveðnum myndheimi þar sem hann uppfyllir væntingar.
Leitin og túlkunin er það sem allir listamenn glíma við og
þrátt fyrir allar tækninýjungar er kjarninn ávallt sá sami.
Örlög okkar flestra er að verkin falla í gleymsku, eyðileggjast
í geymslum eða að þeim er hreinlega hent. Jörðin væri ekki
lengi að fyllast ef allt væri geymt, ekki vantar glingrið sem er
framleitt í dag til að fullnægja þörfum okkar og hamingju.
Spurningin er svo hvað sé verðmæti. „Einkageirinn skapar
verðmæti og skatttekjur“ segja pólitíkusar í dag en ef
verðmæti listamannsins á að haldast eða aukast, þá verða
ættingjar eða safnarar að halda vörð um dýrgripina, kemur
þá undrameðalið eða markaðsfræðin inn í hringrásina.
Fjárfestar, fjárfesta í listamanninum til að skapa verðmæti
og sjónarmið þeirra er gróði, fjárfestingin verður því að skila
arði. Það er því hismið eða gróðavonin sem ríkir á okkar tímum
og listin verður að markaðsvöru. Hvað með hin andlegu
verðmæti og hugsjónir, hvað varð um öll þau gildi?


Samsýning, ART BABEL Cité Internationale des Arts, Paris
Samsýning, Íslensk Grafík 40 ára Norræna húsið

IN MEMORIAM Einkasýning í STARTART:

Texti úr sýningarskrá IN MEMORIAM:
Myndröðin sem ég sýni hér, er brot úr myndröðinni IN MEMORIAM sem hefur verið nokkur ár í vinnslu með mismunandi tilbrigðum.
Þegar ég hóf að vinna verkin á þessari sýningu notaði ég persónulegt drasl náinna ættingja minna þegar þeir lágu banaleguna.
Sýningin er því brot af ævistarfi fjölskyldu minnar, myndhöggvaranna Guðmundar og Jóns
Benediktssonar en þeir upplifðu að sjá mikið af starfi sínu skemmt og lenda á öskuhaugunum enda ekki fjárfestar að gæta hagsmuna.
Myndröðin hófst við síðustu kreppu á Íslandi þegar ég dvaldi í Sveaborg 1991. Á þeim tíma sköpuðust miklar breytingar í samfélaginu m.a. gömlum gildum hent vegna tækninýjunga.
Margir misstu allt sitt og voru dæmdir óreiðumenn af þeim sem betur voru settir, engin vægð.
Hugmyndin að baki verkanna er forgengileikinn, framleiðsla, listiðnaður, neyslumenningin og hvaða hlutverki listin hefur þegar fjárfestar taka völdin. Það sem ég varð vör við í góðærinu okkar á Íslandi er að fólk fór að líta á myndlistina sem tæki til skemmtunar, farið var að blanda saman alvarlegri myndsköpun og framleiðslu og því vitna ég hér í orð Pablo Picassos en hann sagði:
„Ég hef aldrei litið á málaralistina sem tæki til skemmtunar eða augnayndis. Þótt mál mitt sé aðeins form og litir, hef ég með þeim hætti ávallt reynt að kafa til æ dýpra skilnings á manninum og veröldinni, til þess sá sannleikur geti með hverjum degi losað okkur eilítið úrviðjum fordómanna og ranglætisins í heiminum.“
Þegar myndlistarmaðurinn er ofurseldur markaðnum verður hann að iðnaðarmanni, hann framleiðir vöru með sölu í huga og þjónar því duttlungum annarra hvort sem það eru kaupendur eða sjóðir og við það getur hann staðnað í ákveðnum myndheimi þar sem hann uppfyllir væntingar.
Leitin og túlkunin er það sem allir listamenn glíma við og þrátt fyrir allar tækninýjungar er kjarninn ávallt sá sami. Örlög okkar flestra er að verkin falla í gleymsku, eyðileggjast
í geymslum eða að þeim er hreinlega hent. Jörðin væri ekki lengi að fyllast ef allt væri geymt, ekki vantar glingrið sem er framleitt í dag til að fullnægja þörfum okkar og hamingju.
Spurningin er svo hvað sé verðmæti. „Einkageirinn skapar verðmæti og skatttekjur“ segja pólitíkusar í dag en ef verðmæti listamannsins á að haldast eða aukast, þá verða
ættingjar eða safnarar að halda vörð um dýrgripina, kemur þá undrameðalið eða markaðsfræðin inn í hringrásina.
Fjárfestar, fjárfesta í listamanninum til að skapa verðmæti
og sjónarmið þeirra er gróði, fjárfestingin verður því að skila arði. Það er því hismið eða gróðavonin sem ríkir á okkar tímum og listin verður að markaðsvöru. Hvað með hin andlegu
verðmæti og hugsjónir, hvað varð um öll þau gildi?