Friday, May 8, 2009

"good business is the best art"


"good business is the best art"

Sýningar 2010:
IN MEMORIAM Mokka- 3.des 2010 til 13. jan 2011
Margrét Jónsdóttir listmálari sýnir brot úr myndröðinni IN MEMORIAM sem hefur verið nokkur ár í vinnslu með mismunandi tilbrigðum. Verkin eru unnin með eggtemperu á pappír og eru unnin í París. Hugsunin að baki þeirra er listamaðurinn og svo framleiðslan og listiðnaðurinn því oft er engin sýnileg mörk þar á milli. Margir átta sig ekki á að það eru tveir ólíkir vegir, vegur listamannsins og síðan vegur listiðnaðarmannsins. Margrét notar efni og áhöld sem tilheyra skreytilist og reynir að hafa skrautið sem mest, litina oft skæra, truflandi eða daufa og hlutlausa en lætur síðan rotnunina vinna á myndfletinum svo skrautið dofni og fjari út. Myndirnar gera verið rifnar, myglaðar, götóttar og þær eyðast að sjálfsögðu með tímanum eins og allt annað í veröldinni.

Núna er verið að markaðsvæða listina og finna henni tilgang og er það gert með því að meta verðmætin í einhverju sem allir geta skilið eða peningum “Skapandi geirinn veltir 191 milljarði á ári sem er mun meira en landbúnaðurinn og fiskveiðarnar samanlagt” en andleg gildi virðast vera heldur léttvæg í dag. Hinsvegar ef listamaðurinn er ofurseldur markaðinum verður hann að iðnaðarmanni og framleiðir fyrir markað í stað þess að horfa á veröldina gagnrýnum augum. Það nöturlega við þetta allt er að verkin verða verðlaus með tímanum því allt sem er skapað er hluti af hisminu sem við hlöðum í kringum okkur.

Margrét hefur starfað að myndlist í um 40 ár. Haldið fjölda einkasýninga, stundað kennslu, grafíska hönnun, rekið gallerí var m.a. ein af stofnendum Gallerís Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi, auglýsingastofu og gert upp nokkur hundruð ára hús í Frakklandi. Hún hefur unnið í flesta miðla myndlistarinnar enda með langa og víða menntun á mörgum sviðum ásamt margra áratuga reynslu. Margrét er menntuð við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, Saint Martins/Central Saint Martins Collage of Art í London og Kennaraháskólann. Hún hefur haldið hátt á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis




Með viljann að vopni - Endurlit 1970 - 1980 4. september - 7. nóvember. Kjarvalsstaðir. http://www.artlyst.com/events/mea-viljann-aa-vopni-endurlit-1970-1980
Hér er hægt að horfa á fréttir um sýninguna: http://www.ruv.is/frett/kvennabarattan-i-myndlist
Víðsjá, umfjöllun um sýninguna: http://dagskra.ruv.is/ras1/4557238/2010/09/05/
"Ótrúlegur sprengikraftur, maður þekkir flest, og kannast við flesta listamennina, samt er ein og ein sem ég hef ekki tekið eftir" http://blogg.visir.is/jarl/2010/09/05/með-viljann-að-vopni-flott-syning-a-kjarvalsstoðum, Listasafn Reykjavíkur/
Áhugaverð gagnrýni um sýninguna "Með viljann að vopni" sem er á Kjarvalsstöðum sjá: http://dagskra.ruv.is/ras1/4555518/2010/09/08/
Kvennaáratugurinn svokallaði markaði djúp spor í íslenska sögu en tímamótanna er minnst á sýningunni með verkum eftir rúmlega tuttugu íslenskar konur. Markmiðið sýningarinnar er að varpa ljósi á listsköpun kvenna á þessum áratugi með áherslu á þau fjölbreyttu efnistök sem þær notuðu til að koma áleiðis skilaboðum sínum og uppgjöri við gamla tíma.
Á sýningunni er þess minnst að 40 ár eru frá stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar og jafnlangt er síðan kona var fyrst skipuð ráðherra á Íslandi (Auður Auðuns).
Þá eru 35 ár liðin frá Kvennafrídeginum og 30 ár frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands. Einnig eru 80 ár liðin frá því að Landspítalinn tók til starfa, en konur áttu drjúgan þátt í því að hann var stofnsettur.
Síðast, en ekki síst, þá eru 100 ár liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt í bæjar- og sveitarstjórnum. Vönduð bók prýdd fjölda mynda verður gefin út samhliða sýningunni og staðið verður fyrir fjölmörgum viðburðum á sýningartímabilinu.
Sýningarstjóri er Hrafnhildur Schram, sjá:
http://www.listasafnreykjavikur.is/desktopdefault.aspx/tabid-2182/3369_read-1663/date-1564/
Margrét Jónsdóttir, Upp, upp, mín sál og allt mitt geð ... 1978

Myndröðin sem ég sýni þarna byggist á upplifun og innsæi á þeim tíma þegar ég kom heim frá framhaldsnámi í London en það var menningarlegt áfall að koma heim. Listmenntun hafði lítið gildi og vorum við talin illa menntuð og höfðum enga möguleika til eins né neins. Veggir alsstaðar, hroki, yfirgangur og erfitt að gera neitt nema með klíkuskap og þá oftast ættartengslum. Myndröðin er tákn um ofríki, vald og þröngsýni en á þessum tíma voru karlmenn í flestum valdastöðum, síðan þegar konum tók að fjölga í áhrifastöðum og eitthvað kom sem kallaðist “jafnrétti” þá var í raun enginn munur því sömu stjórnhættir voru notaðir, menningarheimur karla var ráðandi og er enn í dag.
Þessar myndir fóru óskaplega í taugarnar á fólki á sínum tíma og ollu miklum pirringi.


 
Nordisk Akvarell 2010 i Nordens Hus i Reykjavik.
Sýningin Nordisk Akvarell er haldin þriðja hvert ár á einhverju Norðurlandana, í ár var hún haldin á Íslandi. Sýningin var hluti af Norrænni menningarviku sem haldin var í Norræna húsinu í haust. http://www.nordice.is/vidburdir/allt/vidburdir/2010/10/28/nr/651
Myndin sem ég sýndi var úr myndröðin "SHIT!" eða "LISTMARKAÐURINN" hefur verið í vinnslu frá 1997 og lýsir upplifun minni af veruleikanum á Íslandi. Hvernig það er að vera myndlistarmaður og kona. Á tímabili hélt ég að upplifanir mínar væru geggjun en með hruninu kom viðbjóðurinn upp á yfirborðið og ætlar engan enda að taka. Að sjálfsögðu er um tvíræða merkingu að ræða. Það er t.d. ekkert grín að fá hávaðasama bensínstöð með vöruflutningum að næturlagi og búllu við hliðina á heimili sínu, upplifa að það er blásið á allar kvartanir þótt sé verið að brjóta lög, reglugerðir og hávaðamörk. Heimilin í landinu hafa aldrei haft neitt að segja þegar auðvaldið er annars vegar eða hagsmunir peningavaldsins og þegar "kona" kvartar er blásið á hana! Það sama á við í listum núna "MARKAÐURINN" er að drepa "listina". Hluti úr myndröðinni hefur verið sýnd á sýningunni Ferðafurða Listasafn Reykjavíkur 2003 Kjarvalsstöðum, opnum vinnustofum á Korpúlfsstöðum, Listasafni ASÍ, Landakotsspítala og Nordisk Akvarell 2010 í Norræna Húsinu.

Sýningar 2009:
Studio 1523 Einkasýning Cité Internationale des Arts, Paris
IN MEMORIAM Einkasýning í STARTART
IN MEMORIAM Einkasýning í Listasal Mosfellbæjar
IN MEMORIAM Einkasýning á Landkotsspítala
Samsýning, ART BABEL Cité Internationale des Arts, Paris
Samsýning, Íslensk Grafík 40 ára Norræna húsið
Margrét Jónsdóttir / IN MEMORIAM. Einkasýning í STARTART 2009.
Á sýningunni í START ART, sem er í Austur og Vestursal uppi, sýnir Margrét Jónsdóttir þrívíð verk úr myndröðinni IN MEMORIAM. Myndirnar eru unnar úr persónulegu drasli sem hún náði sér í meðan nánir ættingjar hennar lágu banaleguna og er því brot af ævistarfi bræðranna og myndhöggvaranna Jóns og Guðmundar Benediktssonar. Margrét hefur lengi starfað að myndlist eða rúm 40 ár. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga, stundað kennslu og grafíska hönnun, rekið gallerí, auglýsingastofu og gert upp nokkur hundruð ára hús í Frakklandi. Hún hefur unnið í flesta miðla myndlistarinnar enda með langa og víða menntun á mörgum sviðum ásamt margra áratuga reynslu.
Texti úr sýningarskrá IN MEMORIAM:Myndröðin sem ég sýni hér, er brot úr myndröðinni IN
MEMORIAM sem hefur verið nokkur ár í vinnslu með
mismunandi tilbrigðum.
Þegar ég hóf að vinna verkin á þessari sýningu notaði
ég persónulegt drasl náinna ættingja minna þegar þeir
lágu banaleguna.
Sýningin er því brot af ævistarfi fjölskyldu
minnar, myndhöggvaranna Guðmundar og Jóns
Benediktssonar en þeir upplifðu að sjá mikið af starfi sínu
skemmt og lenda á öskuhaugunum enda ekki fjárfestar að
gæta hagsmuna.
Myndröðin hófst við síðustu kreppu á Íslandi þegar ég
dvaldi í Sveaborg 1991. Á þeim tíma sköpuðust miklar breytingar
í samfélaginu m.a. gömlum gildum hent vegna tækninýjunga.
Margir misstu allt sitt og voru dæmdir óreiðumenn
af þeim sem betur voru settir, engin vægð.

Hugmyndin að baki verkanna er forgengileikinn, framleiðsla, listiðnaður, neyslumenningin og hvaða hlutverki listin hefur þegar fjárfestar taka völdin. Það sem ég varð vör við í góðærinu okkar á Íslandi er að fólk fór að líta á myndlistina sem tæki til skemmtunar, farið var að blanda saman alvarlegri myndsköpun og framleiðslu og því vitna ég hér í orð Pablo Picassos en hann sagði:
„Ég hef aldrei litið á málaralistina sem tæki til skemmtunar eða augnayndis. Þótt mál mitt sé aðeins form og litir, hef ég með þeim hætti ávallt reynt að kafa til æ dýpra skilnings á manninum og veröldinni, til þess sá sannleikur geti með hverjum degi losað okkur eilítið úrviðjum fordómanna og ranglætisins í heiminum.“Þegar myndlistarmaðurinn er ofurseldur markaðnum verður hann að iðnaðarmanni, hann framleiðir vöru með sölu í huga og þjónar því duttlungum annarra hvort sem það eru kaupendur eða sjóðir og við það getur hann staðnaðí ákveðnum myndheimi þar sem hann uppfyllir væntingar.
Leitin og túlkunin er það sem allir listamenn glíma við og þrátt fyrir allar tækninýjungar er kjarninn ávallt sá sami. Örlög okkar flestra er að verkin falla í gleymsku, eyðileggjast í geymslum eða að þeim er hreinlega hent. Jörðin væri ekki lengi að fyllast ef allt væri geymt, ekki vantar glingrið sem er framleitt í dag til að fullnægja þörfum okkar og hamingju.
Spurningin er svo hvað sé verðmæti. „Einkageirinn skapar verðmæti og skatttekjur“ segja pólitíkusar í dag en ef verðmæti listamannsins á að haldast eða aukast, þá verða ættingjar eða safnarar að halda vörð um dýrgripina, kemur þá undrameðalið eða markaðsfræðin inn í hringrásina.
Fjárfestar, fjárfesta í listamanninum til að skapa verðmæti og sjónarmið þeirra er gróði, fjárfestingin verður því að skila arði. Það er því hismið eða gróðavonin sem ríkir á okkar tímum
og listin verður að markaðsvöru. Hvað með hin andlegu verðmæti og hugsjónir, hvað varð um öll þau gildi?
Formóðir mín í beinan kvenlegg er METTA HANSDÓTTIR Í VÍK, einnig dóttir hennar Gunnhildur yngri "kóngamóðir" sem sögð var hinn mesti svarkur.
Metta var síðasti ábúandinn á landnámsjörð Ingólfs Arnarsonar og sagt var um eiginmann hennar að hann hefði verið fyrsti Arnarhólsróninn.
Víkin var fræg fyrir veisluhöld og hér er ljóð eftir séra Gunnar Pálsson sem var um tíma rektor á Hólum:
Annars dags kvöld eins á jólum
og aðfaranótt þrettándans
leika menn sem hlaupi á hjólum,
hvergi verður gleðinnar stans.
hætt er við þeir hringi tólum,
hegðun sú má kallast fín.
Hjá honum Jóni Hjaltalín.
Sagan segir að ELÍTAN hafi bolað Jóni úr starfi og sölsað undir sig eigur þeirra hjóna. METTA hafði farið eigin leiðir og brotið hefðir og venjur enda var hún menntuð og kom úr öðru menningarsamfélagi. Hún söng og kenndi m.a. dans sem var bannað á þessum tíma. Hún hafði verið efnuð en stjúpfaðir hennar sölsað öllu undir sig.

Þau hjón lentu á götunni, allslaus! Það var þá sem Gunnhildur yngri formóðir mín og dóttir þeirra hjóna ákvað að fara á fund konungs og krefjast lífeyris fyrir móður sína.
Slík ferð tók ár á þeim tíma og óvíst var að konungur veitti henni viðtal. Allt fór á besta veg og varð þeim vel til vina, Gunnhildur fékk allar óskir sínar uppfylltar og viðurnefnið "kóngamóðir" af íslendingum.

Sjá: AF JÓNI ODDSSYNI HJALTALÍN - Laugardaginn 15. nóvember, 1997 - Lesbók
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=366024
Sjá: METTA HANSDÓTTIR Í VÍK - Eftir Halldór Ármann Sigurðsson.
Morgunblaðið 7. febrúar, 1998. Lesbók
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=382745
Sjá: METTA HANSDÓTTIR Í VÍK. Síðari hluti. ALLAN VETURINN ERU ÞEIR AÐ DANSA -Eftir Halldór Ármann Sigurðsson. Morgunblaðið 14. febrúar, 1998. Lesbók
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=382745
Nóttina fyrir nýársdaginn
nokkuð trúi ég haft sé við
fellur mönnum flest í haginn
fullum upp með gamanið.
Þá er á ferðum enginn aginn
allir ráða gjörðum sín
-hjá honum Jóni Hjaltalín -.
Fagur kyrtill, fullur maginn
fallega þeir sér ansa.
Allan veturinn eru þeir að dansa.

Föðurbróðir:
http://umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/57
Faðir:
http://umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/445
Bróðurdóttir:
http://umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/643
Frænka, þremenningar:
http://umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/381
Frændi, fjórmenningar:
http://umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/56
Saga Mettu er dularfull og spennandi en hún var útlendingur og kona! Mikið er af villandi upplýsingum um hana sem einkennast af fordómum. Hvaðan kom hún, hverjar voru rætur hennar? Skora ég á alla að lesa greinar Halldórs. Metta er verðugt verkefni fyrir MA gráðu.
Hér er faðir Mettu borgmester á Jótlandi og móðir hennar af þýskum ættum:
http://www2.honnun.is/olafur/aettfraedi/olafur_sigurdsson.for/per02962.htm#0 http://skjalaskrar.skjalasafn.is/?cmd=skoda&safn=hiddanskakanselli&flokkur=KA&offset=450
Séra Runólfur Henriksson í Sandfelli skrifar konungi vegna máls hans við Gottrup vegna trúlofunarmála hans við Guðríði Eyjólfsdóttur og Mettu Hansdóttur, sem leiddu til þess, að hann var talinn draga Mettu á tálar. Konungsúrskurður 16. júlí 1712. Með fylgja: Synodalréttardómur 21. júlí 1711 og ódagsettt konungsbréf. Hinn 6. september 1711.

http://skjalaskrar.skjalasafn.is/?cmd=skoda&safn=rentukammer&flokkur=B1&offset=650
Pingel amtmaður skýrir frá því, að hann hafi vikið Jóni Oddssyni Hjaltalín sýslumanni í Kjósarsýslu úr embætti. 17. ágúst 1749. Fylgiskjöl: Afrit bréfa og bréf til konungs. Isl. Journ. A, nr. 1080 og 1085.
Líkast til er hér komin ástæðan að miskunnalausum aðförum og eignaupptöku hjónanna. Metta hefur verið álitin af hinu illa og fékk að kenna á því! Er það ekki ennþá viðhorfið til listamanna? sjá:
http://www.natturan.is/baekur/690/
.
En nú tekur heldur betur að syrta í álinn fyrir þessum gleðisamkomum. Skömmu fyrir miðja
18. Öld voru sendirhingað til lands þeir Lúðvík Harboe og Jón Þorkelsson til að líta eftir kristnihaldi og siðgæði í landinu. Þeir fundu margt athugavert, að þeim þótti og öðru vísi en í Danmörku Þeir sendu álitsgerðir til stjórnarinnar í Kaupmannahöfn, og í kjölfar þeirra komu konunglegar tilskipanir, sem m.a. bönnuðu Íslendingum í reynd að skemmta sér við annað en guðsorðalestur og sálmasöng. Eðlilega áttu sýslumenn ásamt prestum að fylgjast með því, að þessu banni væri hlýtt. Einn hinn síðasti þeirra, sem haldið hefur jólagleði, áðurn en hið konunglega bann dundi endanlega yfir, mun vera Jón Hjaltalín sýslumaður í Reykjavík.
Um dansgleði hans orti sr. Gunnar Pálsson Eitt sunnslenskt vikivakakvæði sennilega kringum 1740, og í því eru þessi erindi:
Nóttina fyrir nýársdaginn
Nokkuð trúi ég haft sé við.
Fellur mönnum flest í haginn
Fullum upp með gamanið.
Þá er á ferðum enginn aginn
Allir ráða gjörðum sínum
Hjá honum Jóni Hjaltalín
– Fagur kyrtill, fullur maginn,
Fallega þeir sér ansa.-
allan veturinn eru þeir að dansa.
.
Annars dags kvöld eins í jólum
og aðfaranótt þrettándansleika
menn sem hlaupi á hjólum
hvergi verður gleðinnar stans.
Hætt er við þeir hringi tólumhegðun
sú má kallast fín.
Hjá honum Jóni Hjaltalín–
gaman er að soddan sjólum
sér þótt stofni vansa.-
allan veturinn eru þeir að dansa.