Friday, September 8, 2017

2015 SHIT. Gallerí Gestur

  Myndröðin SHIT

 SHIT! - upplifun af því að vera myndlistarmaður og kona á Íslandi hefur verið í vinnslu frá 1998 og lýsir upplifun minni af veruleikanum á Íslandi. Hvernig það er að vera myndlistarmaður og kona. Á tímabili hélt ég að upplifanir mínar væru geggjun en með hruninu kom viðbjóðurinn upp á yfirborðið og ætlar engan enda að taka. Að sjálfsögðu er um tvíræða merkingu að ræða. Myndröðin hófst með ljósmyndatökum sumarið 1998 þegar ég dvaldi í Kjarvalssofu í París og ljósmyndaði hundaskít og ástarjátningar útskornar í tré meðfram Signu í þrjá mánuði. Unnið er með dulvitundina og lýsir stöðu minni sem myndlistarmanni á Íslandi, verkefni hef ég verið með í vinnslu undanfarin 20 ár og sýndi ég brot af þeim verkum m.a: 2001 Listasafni ASÍ - 2003 - Ferðafurða í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalssstöðum - 2012 Grafíksalurinn