Monday, April 7, 2025

SÁTTIN - JÓN BENEDIKTSSON MYNDHÖGGVARI - RAUÐSOKKUR

"Seinna var Sáttin fengin að láni og borin í kröfugöngu Rauðsokka í upphafi þeirrar hreyfingar. Rauðsokkurnar tóku það í sig að höfundur líkneskisins væri kona, að það væri verk Messíönu, svo ég hef fram á þennan dag verið að leiðrétta þennan miskilning og benda á rétta höfundinn, Jón Benediktsson myndhöggvara."

27. nóvember 1994. Sunnudagsblað 

Brynja og Erlingur fyrir opnum tjöldum. 

 "Það var ekki siður að fá utanaðkomandi manneskju til að sinna búningum því krakkarnir áttu að vinna allt sjálf. En þar sem sýningin var bæði viðamikil og óskaplega mannmörg hefðu þau þurft að leggja nótt við dag og óhjákvæmilega missa eitthvað úr skólanum.

Ég fór fram á að fá Messíönu Tómasdóttur til að stjórna þeim í þetta sinn. Messíana hafði unnið með mér í fyrsta leikstjórnarverkefni mínu hjá Þjóðleikhúsinu, Eftirlitsmanninum eftir Gógol, árið áður. Maður hennar, Ólafur Gíslason verkfræðingur, hafði komið að máli við mig og lýst brennandi áhuga konu sinnar á leikhúsi og beðið mig um að taka hana undir sinn verndarvæng. Nú vildi ég fá hana í annað sinn en Einar Magg var tregur til að gefa leyfi til að hún ynni með krökkunum, meðal annars vegna þess að hún var ekki nemandi í menntaskólanum og það sem verra var, hún var ekki stúdent; þrátt fyrir frelsishugmyndir og upphaf blómatímabilsins eimdi enn eftir af menntaskólahrokanum og merkikertishættinum. Ég benti Einari Magg á það svona í gríni að maðurinn hennar Messíönu væri stúdent ­ og það hreif.
Leikmyndin var svo að segja engin, en ég reyndi að leggja mikið upp úr búningum og gervi. Í leikslok er "Sáttin" borin inn. Lýsing á útfærslu Sáttarinnar er mjög óljós í handriti Aristofanesar, en ég leitaði til listamannsins Jóns Benediktssonar sem vann á smíðastofu Þjóðleikhússins. Ég bað hann að búa til risakvenbúddalíkneski, allsnakið og ögrandi, en það yrði að vera létt og auðvelt að bera það inn á leiksviðið. Með óljóst riss mitt í höndunum skar hann líkneskið listilega út úr frauðplasti og þetta líkneski varð svo eins og vörumerki sjálfrar sýningarinnar.
Seinna var Sáttin fengin að láni og borin í kröfugöngu Rauðsokka í upphafi þeirrar hreyfingar. Rauðsokkurnar tóku það í sig að höfundur líkneskisins væri kona, að það væri verk Messíönu, svo ég hef fram á þennan dag verið að leiðrétta þennan miskilning og benda á rétta höfundinn, Jón Benediktsson myndhöggvara."
Sem starfandi myndlistarmaður tók Jón Benediktsson að sér að gera Sáttina fyrir Brynju Benediktsdóttur og Herranótt og var því ekki samvinna við nemendur Menntaskóla Reykjavíkur eins og venja var en nemendur áttu að gera sjálfir búninga og sviðsverk.
27. nóvember 1994 | Sunnudagsblað | 
r nýjum bókum ANDLIT LÝSISTRÖTU Út er komin bókin BRYNJA OG ERLINGUR ­ FYRIR
Úr nýjum bókum ANDLIT LÝSISTRÖTU Út er komin bókin BRYNJA OG ERLINGUR ­ FYRIR OPNUM TJÖLDUM, sem þau Brynja Benediktsdóttirog Erlingur Gíslason hafa skrifað í félagi við Ingunni Þóru Magnúsdóttur.
Úr nýjum bókum ANDLIT LÝSISTRÖTU Út er komin bókin BRYNJA OG ERLINGUR ­ FYRIR OPNUM TJÖLDUM, sem þau Brynja Benediktsdóttirog Erlingur Gíslason hafa skrifað í félagi við Ingunni Þóru Magnúsdóttur. Í bókinni, sem Mál og menning gefur út, segja þau Brynja og Erlingur frá ævi sinni og starfi í íslensku leikhúsi um áratuga skeið. Hér fer á eftir hluti kafla um uppfærslur Lýsiströtu.
Herranótt 1970
Brynja: Snemma árs 1970 sviðsetti ég Lýsiströtu Aristofanesar í fyrsta sinn. Það var fyrir Herranótt M.R. Einar Magnússon var þá rektor skólans, en hann var alla tíð mjög áhugasamur og fullur metnaðar fyrir hönd ástvinu sinnar Þalíu.
Sjálft Háskólabíó var valið fyrir leiksýninguna, minna mátti það ekki vera. Mig hálfóaði við öllu þessu rými, en það var ekki um neitt annað að ræða fyrir mig en að bretta upp ermar og velja í hlutverkin. Lýsistrata er mannmörg og ég ákvað strax að byggja á hreyfingu kóranna, láta karlaog kvennakórana hreyfa sig um allt sviðið á stílfærðan og myndrænan hátt. Síðan þurfti ég að ýkja allt og stækka. Atli Heimir Sveinsson vann að því að útsetja og raddæfa kórana og okkur tókst að láta heyrast sæmilega í þeim á þessu mikla flæmi. Kristján Árnason þýddi verkið og valdi jafnframt flest lögin.
Sá sem lék fógetann var sá eini sem var raddlítill og naut ekki stuðnings annarra radda, svo ég útbjó handa honum klassíska gríska grímu með hljóðnema og huldi gríman apparatið. En langa rafmagnssnúruna varð blessaður fógetinn að dragnast með um allt sviðið og sveiflaði hann henni ógnandi. Seinna þegar Bessi Bjarnason lék þennan sama valdsmann í Þjóðleikhúsinu létum við smíða honum geysiháa klossa til að tákna vald hans og sýnilega yfirburði yfir kvenfólkið og hafði sú aðferð svipuð áhrif.
Þarna léku margir sem seinna urðu leikarar. Ég valdi Lýsiströtu öðruvísi en Einar Magg hafði ætlað mér ­ hann vildi fá fjallmyndarlega valkyrju. Skilningur á hlutverki hennar á þeim tíma var sá að hún væri hin mesta kvenremba. Leiksýningin mín átti að vera óður til friðar og kærleika í anda Aristofanesar, mjúk og gróf í senn, full af erótískri kímni. Í stað þess að hafa Lýsiströtu skeleggan, stórgerðan og karlalegan kvenskörung þá náði hún öllu sínu með mýktinni og ég valdi í hlutverkið 16 ára gamla stúlku, mjög smávaxna. Hún hét Ragnheiður Steindórsdóttir, dóttir leikaranna Margrétar Ólafsdóttur og Steindórs Hjörleifssonar, en um það hafði ég ekki hugmynd þá. Ég tók krakkana í próf og hún bar af, þótt hin væru mörg mjög góð. Árni Pétur Guðjónsson lék þarna líka; hann var reyndar formaður leiknefndar. Síðast lék Árni hjá mér í Dunganon í Borgarleikhúsinu. Margrét Árnadóttir var sú þriðja úr þessum hópi sem lagði fyrir sig leiklist, lærði meðal annars á Spáni, og Lárus Ýmir Óskarsson gerði einnig dramatíska kúnst að atvinnu sinni, svo og Júlíus Vífill Ingvarsson söngvari.
Það var ekki siður að fá utanaðkomandi manneskju til að sinna búningum því krakkarnir áttu að vinna allt sjálf. En þar sem sýningin var bæði viðamikil og óskaplega mannmörg hefðu þau þurft að leggja nótt við dag og óhjákvæmilega missa eitthvað úr skólanum.
Ég fór fram á að fá Messíönu Tómasdóttur til að stjórna þeim í þetta sinn. Messíana hafði unnið með mér í fyrsta leikstjórnarverkefni mínu hjá Þjóðleikhúsinu, Eftirlitsmanninum eftir Gógol, árið áður. Maður hennar, Ólafur Gíslason verkfræðingur, hafði komið að máli við mig og lýst brennandi áhuga konu sinnar á leikhúsi og beðið mig um að taka hana undir sinn verndarvæng. Nú vildi ég fá hana í annað sinn en Einar Magg var tregur til að gefa leyfi til að hún ynni með krökkunum, meðal annars vegna þess að hún var ekki nemandi í menntaskólanum og það sem verra var, hún var ekki stúdent; þrátt fyrir frelsishugmyndir og upphaf blómatímabilsins eimdi enn eftir af menntaskólahrokanum og merkikertishættinum. Ég benti Einari Magg á það svona í gríni að maðurinn hennar Messíönu væri stúdent ­ og það hreif.
Leikmyndin var svo að segja engin, en ég reyndi að leggja mikið upp úr búningum og gervi. Í leikslok er "Sáttin" borin inn. Lýsing á útfærslu Sáttarinnar er mjög óljós í handriti Aristofanesar, en ég leitaði til listamannsins Jóns Benediktssonar sem vann á smíðastofu Þjóðleikhússins. Ég bað hann að búa til risakvenbúddalíkneski, allsnakið og ögrandi, en það yrði að vera létt og auðvelt að bera það inn á leiksviðið. Með óljóst riss mitt í höndunum skar hann líkneskið listilega út úr frauðplasti og þetta líkneski varð svo eins og vörumerki sjálfrar sýningarinnar.
Seinna var Sáttin fengin að láni og borin í kröfugöngu Rauðsokka í upphafi þeirrar hreyfingar. Rauðsokkurnar tóku það í sig að höfundur líkneskisins væri kona, að það væri verk Messíönu, svo ég hef fram á þennan dag verið að leiðrétta þennan miskilning og benda á rétta höfundinn, Jón Benediktsson myndhöggvara.
Akureyri 1970
Eftir þennan uppgang í Háskólabíói þar sem Lýsistrata sló öll aðsóknarmet, var ég beðin um að setja hana upp á Akureyri. Það var um haustið þetta sama ár. Sigmundur Örn Arngrímsson var leikhússtjóri á Akureyri og leikfélagið á leiðinni að verða atvinnuleikhús.
Ég ætlaði að fá Messíönu til að vinna með mér en hún gat ekki verið með fyrir norðan svo ég þurfti að sinna þessu að mestu sjálf. Með aðstoð leikaranna var ónýtum trönustaurum bísað upp að Samkomuhúsinu undir myrkur, þeir málaðir gylltir og komið fyrir á litla leiksviðinu til að tákna hliðið að sjálfri háborginni, Akrópólis.
Við fórum í Gefjun á Akureyri og fundum þar eldgamalt efni úr prjónasilki sem lá mjög vel að líkamanum. Búningarnir voru með klassísku sniði og ég man að það hálfþvældist fyrir öldungunum gömlu að bera þessa síðu dúka. Ég tók þá því saman á milli læranna á þeim og bjó til stranga sem minnti eiginlega á penis, en klæðið lafði niður fremst þannig að þeir urðu nokkuð slappir, dónalegir ­ og hræðilega fyndnir. Þetta var alveg í anda Aristofanesar vegna þess að hann var auðvitað að niðurlægja karlrembuna og hermennskutilburði karla.
Með hlutverk Lýsiströtu lenti ég í nokkrum vandræðum. Ég hafði valið stúlku, nöfnu mína Grétarsdóttur, sem hafði leikið hjá M.A. og staðið sig mjög vel. Hún féll vel inn í hlutverkið, en stuttu eftir að æfingar hófust kom í ljós að hún átti von á barni. Okkur flestum í leikhúsinu þótti það enginn ljóður á ráði Lýsiströtu, heldur fremur fjöður í hatt kvennabaráttunnar, en sumir áhorfendur voru ekki aldeilis á sama máli. Brynja nafna mín missti hálfvegis móðinn og naut sín ekki eins vel og skyldi þótt hún hefði alla burði til. Almenningsálitið á Akureyri truflaði hana, og eins og sjá má fór leikritið eitthvað fyrir brjóstið á sumum:
Úr dagblöðum:
Leikritið Lýsistrata, sem nú er sýnt á Akureyri, hefur valdið allmiklum umræðum þar í bæ. Ástæðan er sú, að skólastjóri Gagnfræðaskólans óskaði eftir, að ekki yrði skólasýning á leikritinu, eins og venja er um leikrit Leikfélagsins ... hann teldi efnið ekki við hæfi unglinga á þessum aldri. Framkvæmdastjóri Leikfélagsins, Sigmundur Örn, sagði að vegna þessarar afstöðu skólastjórans væru engar auglýsingar á Lýsiströtu hengdar upp í skólanum né íþróttahúsinu, eins og venja væri ... hann vissi þess dæmi, að fólk, sem hefði séð fyrstu sýningar leikritsins og fundist það gott, hefði nú allt aðra afstöðu til þess og sumir teldu það jafnvel argasta klám. Gagnstætt því, sem venjulega er þegar slíkt orð kemst á hlutina, sagði Sigmundur, að aðsóknin að Lýsiströtu hefði minnkað undanfarið. (Tíminn, 22. nóvember 1970.)
Þjóðleikhúsið 1972
Þriðja skiptið sem ég setti upp Lýsiströtu var í Þjóðleikhúsinu. Þá var Margrét Guðmundsdóttir í aðalhlutverkinu.
Þegar kom að því að velja leikmyndateiknara þurfti ég ekki að hugsa mig um tvisvar; ég hringdi til Kaupmannahafnar í skólabróður minn, Sigurjón Jóhannsson. Ég vissi að hann var þarna úti að vinna eða læra eitthvað og var ekkert of hamingjusamur þar. Hann hafði búið til drekann í samnefndu leikriti eftir Schwartz hjá Gladsaxeleikhúsinu og ég bara vissi að hann yrði að fara inn á þessa braut.
Ég tók upp símann. Sigurjón bjó ekki svo vel að hafa síma þá svo ég hringdi til Tryggva Ólafssonar listmálara sem var og er andlegur bjargvættur og hjálparhella flestra Íslendinga í Höfn ­ þeirra sem puða í listinni. Röddin í símanum var Sigurjóns og ég ruddi út úr mér:
­ Ég ætla að fá þig sem leikmyndateiknara við Lýsiströtu í Þjóðleikhúsinu, komdu strax. Þú ert kominn á kaup.
Og hann varð svo hissa og honum brá svo að hann tók fyrstu vél heim og hefur aldrei farið út síðan. Og varð svo aðalleikmyndateiknari Þjóðleikhússins þar til hann gerðist lausamaður til að halda frelsi sínu og vinna við kvikmyndir og annars konar myndlist.
Okkur Sigurjóni kom saman um að ganga enn lengra en áður með niðurlægingu hersins, enda andóf gegn her og stríði orðin aðkallandi nauðsyn. Við létum saumakonurnar uppi á saumastofu leikhússins sauma "blygðun" karlanna eins og Sigurjón orðaði það. Blygðunin var reyndar bómullarsekkur fylltur af þurrkuðum baunum, og það skrölti í þeim með einstökum hætti þegar þeir marséruðu inn á sviðið þessir öldungar, óðir í að æsa til hernaðar og stríðs. Grjónapungarnir hristust og slógu taktinn undir geðshræringu þeirra. En saumakonurnar fengu orð í eyra frá fjármálastjóranum. Í endurskoðuninni sá hann að þær höfðu keypt marga kassa af þurrkuðum grænum baunum og hann rauk reiður og æstur inn á saumastofu og sagði:
­ Hver leyfir ykkur að vera að éta grænar baunir hér á kostnað Þjóðleikhússins? ­ Hvílíkt bruðl hér á saumastofunni!
Í gervi Sáttarinnar var leikkona, Steinunn Jóhannesdóttir, nú rithöfundur, en líkneskið stóra úr Háskólabíói er í vörslu kvennahreyfingarinnar.
Hún var í lendadúk einum klæða, og fyrir framan hana, fríða og föngulega, sættust stríðsaðilarnir Aþeningar og Spartverjar heilum sáttum. Áhorfendur máttu vart vatni halda, svo áhrifarík þótti nakin kvenleg fegurð í þá daga.
Þessu var öfugt farið í Þýskalandi, þar sem ég setti Lýsiströtu upp tveimur árum seinna, þar þótti nektin klám og öll sviðsetning í þá veru argasta pornó.
Sumarleikhátíð í Þýskalandi 1973
Ég setti Lýsiströtu upp í Þýskalandi í Bad Herzfeld á "Festspiele" sem er fræg leikhúshátíð. Bad Herzfeld er lítið þorp rétt fyrir utan Frankfurt. Þarna eru þrjár stórsýningar settar upp á sumrin og ferðamenn sem ferðast að norðan til Ítalíu koma flestir við á sumarleikhátíðinni.
Það var leikið í rústum stórrar dómkirkju og yfir þessum rústum var strengdur himinn sem var hægt að taka saman eins og regnhlíf og spenna upp á tveimur mínútum með mikilli tækni ef fór að rigna á áhorfendur, sem gátu verið um tvö þúsund.
Það var afskaplega furðulegt andrúmsloft þarna í Bad Herzfeld. Hræðslan við hinn svokallaða Baader-Meinhof hóp og hans líka var í algleymingi og pólitískt ofstæki ríkti á báða bóga. Andrúmsloftið var að mörgu leyti eins og fyrir stríð, maður var alveg undrandi á hvað lítið hafði breyst, þarna var enn dulinn nasismi.
Atli Heimir vann með mér hluta æfingatímans og í þetta sinn höfðum við heila hljómsveit til að styðja kórana. Ég var að leita að litlu, fallegu barni sem gæti verið Pan og leikið afmorsvísur á þverflautu. Þarna voru nokkur börn sem spiluðu á blásturshljóðfæri, en þau gátu bara spilað marsa, þau gátu ekki spilað þetta ljúfa og fallega lag hans Atla. Þessir litlu hljóðfæraleikarar æfðu marsana sína á sunnudagsmorgnum í bjórkjöllurum og þar sátu karlarnir í kringum börnin og drukku bjór og hvöttu þau óspart til að þjálfa hergöngulögin og tóku sjálfir rösklega undir marsana í orði og æði. Svo það kom vel á vondan friðarboðskapurinn í Lýsiströtu.
Leikararnir sem ég fékk komu víða að úr Þýskalandi. Blandað var saman nokkrum stórstjörnum og fólki sem ekki hafði leikið árum saman en fengið eitt og eitt hlutverk á þessari vertíð. Mikil stéttaskipting ríkti og rígur á milli hópa, fínni leikarar kölluðu hina sem máttu sín minna "Aus dem Wald". Heima á Íslandi hafði ég sterka leikara í kórunum, þar hafði ég jafnbestu leikarana og lét fólk leika á víxl stór og smá hlutverk. Í Bad Herzfeld voru hátt borgaðar stórstjörnur og svo bara þrælar sem komu á eins konar síldarvertíð til að afla sér fjár.
Geirlaug Þorvaldsdóttir, sem hafði verið nemandi minn í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og leikið hjá mér í Lýsiströtu, fékk vinnu sem aðstoðarmaður minn í Þýskalandi, en þýski aðstoðarmaðurinn minn ætlaði hana lifandi að drepa, slík var baráttan um athyglina og vinnuna. Geirlaug lét það samt ekkert á sig fá, einbeitti sér bara að því að hugsa sem best um okkur Atla svo við fengjum frið til að vinna og nóg að borða.
Í þessu dómkirkjugímaldi saknaði ég sannarlega merarinnar minnar því leiksviðið var svo stórt að ég hefði helst þurft að vera á litlum íslenskum hesti og ríða um flæmið. Þarna var ég kölluð le petit Napoleon. Mér fannst ægilegt að vera kölluð litli Napóleon, en þetta var kompliment hjá Þjóðverjunum ­ þeir þorðu ekki að kalla mig litla Hitler ...
Sá sem valdi mig til þessa verkefnis hét Ulrich Erfurth, ljómandi leikstjóri frá Hamborg og var jafnframt framkvæmdastjóri hátíðarinnar í Bad Herzfeld. Hann setti upp Maríu Stúart í Þjóðleikhúsinu árið áður og ég lék hjá honum. Þá sá hann Lýsiströtu og varð svona yfir sig hrifinn.
Búningarnir fylgdu uppsetningunni minni frá Þjóðleikhúsinu og þar með taldir voru grjónapungarnir. Þjóðverjarnir reyndust hafa allt annan smekk en Íslendingar.
Þorpsstjórnin var eins konar leikhúsráð og þeir voru svo reiðir þegar þeir sáu hvernig ég niðurlægði hermennina að þeir vildu óðir klippa burt pungana, en ég neitaði og sagðist fara án þess að setja sýninguna upp ef þeir skiptu sér af þessu. Og ég komst upp með þetta ­ ég frumsýndi en daginn eftir að ég fór klipptu þeir þessa grjónapunga af og settu í staðinn stór fíkjublöð framan á öldungana. Hver veit nema þetta uppátæki þeirra hafi stutt enn betur hugmyndir mínar um friðarboðskap.
Þessi uppsetning í Bad Herzfeld þótti ógurlega djörf og ég fékk hræðilega dóma ­ þetta þótti algjört fíaskó, en ekki leikhúslegt hneyksli heldur siðferðilegt hneyksli, klám.
Ég fór í viðtal við þýska sjónvarpið þar sem vangaveltur voru um hvort við Ingmar Bergman, ættum nokkurt erindi inn í þýskt menningarlíf og hefur mér nú aldrei verið líkt við meiri snilling. En á umsögnum um sýninguna kemur glögglega í ljós að það hefur farið í taugarnar á þýskum að sýningin skyldi koma frá smáplássinu Reykjavík, ekki bara leikstjórinn heldur allir búningar, leikmunir og músíkin í ofanálag.
Ég mátti alls ekki láta gyðjuna, sjálfa Sáttina sem birtist í lokin, vera með ber brjóst. Leikkonan sem lék Lýsiströtu, Nicole Heesters, heimtaði að vera í glærum búningi þannig að sæist í nærfötin hennar, það þótti henni bæði sexí og fallegt, en samkvæmt mínum skilningi átti slíkur klæðnaður best heima í hóruhúsi. Þetta var svona nærfatasýning. Ég sigldi þessu í höfn, en auðvitað varð ég að hafa samráð við aðalhlutverkið.
Heima hafði ég víða skipt texta á milli leikenda. Hún mótmælti því, þessi stóra stjarna, hún vildi hafa sinn texta og sitt aðalhlutverk, enda jók ég við það þegar ég sá að hún hafði rétt fyrir sér ­ hún bar af hinum leikkonunum.
Ég held að uppfærslan hafi heppnast mjög vel, því ég kom við kaunin á þeim. Þetta var í kalda stríðinu, og þarna var hernaðarsamfélag. Í þorpsstjórninni voru margir gamlir nasistar og þeir urðu brjálaðir þegar ég leyfði mér að vanvirða herinn, eða öldungana í Lýsiströtu, því að þeir héldu því fram að ég myndi hafa áhrif á unga hermenn þess tíma. Lýsistrata var friðar- og kærleiksboðskapur, en honum voru þeir andsnúnir, svo einfalt var það.
Ég skil þetta núna þegar ég rifja upp viðbrögðin. Þeir keyrðu mig að landamærum Austur- og Vestur-Þýskalands og bentu mér ógnandi á þessa hundrað þúsund skriðdreka sem beindu hlaupum sínu að vestur-þýsku þjóðinni og myndu drepa hana af minnsta tilefni, þannig að þeir yrðu að hervæða sig og hafa meðbyr þjóðarinnar og viðhalda þessu sterka hernaðarveldi sem Þýskaland var. Þetta þótti því algjört hneyksli að einhver Íslendingur og kvenmaður að auki skyldi fá að koma með þessar skoðanir og túlkun, en skoðanirnar voru auðvitað fyrst og fremst Aristofanesar.
Brynja og Erlingur fyrir opnum tjöldum er 287 blaðsíður. útgefandi: Mál og menning. Verð: 3480 krónur.